Haust í huga
5.10.2009 | 21:19
Haustið er fallegur árstími en stundum sækir að manni hrollur. Þetta haust er hrollurinn óvenju áleitinn. Hótanir og spörk eru það sem við fáum frá meintum vinaþjóðum - nema auðvitað Færeyingjum og Pólverjar virðast einbeittari í því að styðja okkur en margar aðrar þjóðir, þótt þeir þurfi eflaust að lúta ægivaldi ESB. Stjórnmálaumræðan í sjónvarpinu núna er ekkert of málefnaleg og þótt vandinn sé mikill virðist ábyrgðartilfinning stjórnarandstöðunnar almennt ekki hafa vaknað og stjórnarliðar, sem ég vissulega styð, eru vel meðvitaðir um að fjárlögin sem nú hafa verið lögð fram eru vondar fréttir fyrir marga. Þó held ég að flestir Íslendingar vilji snúa af braut þess skattkerfis sem helst hefur hyglað og hlíft þeim sem mestar tekjurnar hafa og sé reiðubúin að sjá hærri fjármagnstekjuskatt með frítekjumarki, hátekjuskatt og stighækkandi skatta. Þegar tekjuskattur var lækkaður og tekið upp eitt skattstig var mikið talað um að skattkerfið væri orðið svo ,,einfalt og stílhreint". Það sem gleymdist var að það var ,,einfalt, stílhreint og óréttlátt".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook