Jónsmessugleði í Garðabæ - tek þátt í útisýningu

Það er ábyrgðarhluti að vera kominn á fullt í myndlistinni eftir aðeins of langt hlé. Nú er erfitt að halda aftur af sér, þó það sé ekki hægt að gera allt. Missti af þátttöku í gjörningi í tengslum við kvennahlaupið, vegna eigin sýningar, en nú verð ég sannarlega með í Jónsmessugleði í Garðabæ í kvöld. Hvet alla að nota góða veðrið og líta við hjá okkur, þetta er á ströndinni við Sjálandshverfið, á yndislega fallegum stað.

Hér er er aðeins meira um dagskrána:

JÓNSMESSUGLEÐI Í GARÐABÆ 24. JÚNÍ – GEFUM, GLEÐJUM, NJÓTUM.


Nú á Jónsmessunni miðvikudaginn 24. júní frá kl. 20:00 – 24:00 munu myndlistarmenn úr Garðabæ halda útimyndlistarsýningu við Strandstíginn í Sjálandinu.

Um tuttugu myndlistarmenn taka þátt og munu með því leggja sitt að mörkum til að skapa eftirminnilega kvöldstund þar sem gestir og gangandi geta komið saman með það í huga að gefa, gleðja og njóta.


Tónlistarfólk, kórar bæjarins, skátafélagið Vífill og fleiri aðilar hafa lagt sitt af mörkum til að gera þetta kvöld sem eftirminnilegast. Myndlistarmennirnir eiga þann draum að þetta verði upphafið að árvissri Jónsmessunæturgleði í okkar ágæta bæ.
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband