Hætt að níðast á þeim sem síst skyldi - eigum við ekki að framlengja samninginn við Ögmund í næstu kosningum?

Þetta er allt spurning um forgangsröðun. Þessi forgangsröðun er rétt, af hverju að seilast ofan í vasa þeirra sem síst ættu að verða fyrir barðinu á niðurskurðinum, þegar nóg er af fólki fyrirtækjum sem eru vel aflögufær - og jafnvel þegar sverfur að er hægt að skera burtu ákveðið bruðl og óþarfa eyðslu. Ég ætla sannarlega að vona að við höfum Ögmund í þessu hlutverki sem allra lengst og best.
mbl.is Ögmundur afnemur dagdeildargjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Finnbogason

Hvar er allt þetta fólk og þessi fyrirtæki?  Hvar er Ögmundur að skera niður?  Maðurinn er eins og Hrói Höttur, nema hvað hann gleymir að stela frá þeim ríku eða þá hann finnur þá ekki -nema hvoru tveggja sé!  Og svo borgum við brúsann eins og allt annað hér.

Þú hefðir alveg VG að skaðlausu mátt hirða sætið hans Ögmundar, og líklegast til mikilla bóta fyrir þjóðina;-D

Björn Finnbogason, 20.3.2009 kl. 14:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tek undir þetta með þér, Anna. Líst vel á þetta hjá Ögmundi.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2009 kl. 18:33

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fólkið í heilbrigðiskerfinu er einfaldlega tekjuhæsta fólkið þar, meðal annars eru það sá hluti lækna sem þiggur full laun fyrir störf sín hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi og er með einkapraxís úti í bæ á sama tíma - mér dettur ekki í hug að setja alla lækna undir sama hatt, unglæknar eru til dæmis ekkert of sælir af sínum hlut. Ýmsar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu eru mögulegar án þess að skerða valfrelsi notenda og með vaxandi tækni er hægt að gera kerfi sem áður voru íþyngjandi fyrir sjúklinga einföld, til dæmis tilvísanakerfi, sem allir eru sammála um að myndu spara pening. Sömuleiðis þarf að fara í saumana á því hvenær val á lyfjum er byggt á raunverulegum mismun milli lyfja og hvenær má spara. Þetta er allt hægt að gera og ekki hægt að ætlast til að læknar standi í því hver fyrir sig, heldur ber heilbrigðisyfirvöldum að leggja vinnu í þetta, alvöru vinnu, því ef vel er að staðið má ná gífurlegum sparnaði með því að ávísa ódýrari jafngildum lyfjum, en ef illa er að því staðið, eins og sorgleg dæmi úr fortíðinni sanna, þegar sjúklingar voru hálf neyddir á lyf sem voru alls ekki sambærileg, þá er verr af stað farið en heima setið. Óvönduð vinnubrögð eru alltaf dýr.

Annars var ég aðallega að tala um fólk og fyrirtæki í landinu yfirleitt, það eru þar aðilar sem eru vel aflögufærir og á tímum sem þessum ber þeim að leggja til samfélagsins í stað þess að öllu sé velt á láglaunafólkið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.3.2009 kl. 00:04

4 identicon

Vona að flokksbróðir og frændi Ögmundur breyti líka þessari vitleysu um að MS sjúklingar fái ekki meðöl fyrr en þeir eru orðnir mikið verri og þarmeð fá eyðilagt lífið sitt að miklu leyti!!

Snæbjörn Bj. 21.3.2009 kl. 00:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband