Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 575860
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Ætli fólk sé ekki fullfært um að hafa skoðun sjálft - og sé jafnvel hjartanlega sammála Jóhönnu?
19.3.2009 | 17:19
Ætli fólk sé ekki fullfært um að hafa skoðun sjálft - og sé jafnvel hjartanlega sammála Jóhönnu? Ég ítreka enn það sem ég sagði í blogginu í gær, Obama er þegar búinn að taka í taumana í Bandaríkjunum í hliðstæðum málum. Hvort sem ríkinu eða verkafólki er sendur reikningurinn er álíka óafsakanlegt og í slíkum tilvikum er það vitlausasta sem hægt er að gera (og siðlausasta) að telja sig geta greitt þeim sem best hafa það stórar fúlgur í arð. Það fyrirtæki sem ekki getur greitt umsamdar smáhækkanir á lág laun hefur ekki efni á að greiða arð. Það fyrirtæki sem við og afkomendur okkar þurfum að greiða milljarðartugi með um ókomin ár hefur ekki efni á að greiða arð. Svo einfalt er það.
Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 17:39
Tel það rétt með farið.
, 19.3.2009 kl. 19:07
Til lukku með 6.sætið í Reykjavík Norður mín kæra :-)
Vilborg G. Hansen, 19.3.2009 kl. 22:01
Vonandi ert þú ekki að líkja Obama og Jóhönnu saman, Obama er þó að gera eitthvað.
Hörður Einarsson, 19.3.2009 kl. 22:59
Eins og ég segi, fólk getur dæmt fyrir sig sjálft og ég er sammála því að enn sem komið er er það Obama sem er að gera eitthvað og Jóhanna bara að segja eitthvað en ég geri mér vonir um að undir góður þrýstingi VG muni orð verða að athöfnum.
Og takk, ég er sátt og sæl með væntanlegt varaþingsæti, náði markmiði mínu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2009 kl. 02:08