Ætli fólk sé ekki fullfært um að hafa skoðun sjálft - og sé jafnvel hjartanlega sammála Jóhönnu?

Ætli fólk sé ekki fullfært um að hafa skoðun sjálft - og sé jafnvel hjartanlega sammála Jóhönnu? Ég ítreka enn það sem ég sagði í blogginu í gær, Obama er þegar búinn að taka í taumana í Bandaríkjunum í hliðstæðum málum. Hvort sem ríkinu eða verkafólki er sendur reikningurinn er álíka óafsakanlegt og í slíkum tilvikum er það vitlausasta sem hægt er að gera (og siðlausasta) að telja sig geta greitt þeim sem best hafa það stórar fúlgur í arð. Það fyrirtæki sem ekki getur greitt umsamdar smáhækkanir á lág laun hefur ekki efni á að greiða arð. Það fyrirtæki sem við og afkomendur okkar þurfum að greiða milljarðartugi með um ókomin ár hefur ekki efni á að greiða arð. Svo einfalt er það.
mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 17:39

2 Smámynd:

Tel það rétt með farið.

, 19.3.2009 kl. 19:07

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Til lukku með 6.sætið í Reykjavík Norður mín kæra :-)

Vilborg G. Hansen, 19.3.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Vonandi ert þú ekki að líkja Obama og Jóhönnu saman, Obama er þó að gera eitthvað.

Hörður Einarsson, 19.3.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Eins og ég segi, fólk getur dæmt fyrir sig sjálft og ég er sammála því að enn sem komið er er það Obama sem er að gera eitthvað og Jóhanna bara að segja eitthvað en ég geri mér vonir um að undir góður þrýstingi VG muni orð verða að athöfnum.

Og takk, ég er sátt og sæl með væntanlegt varaþingsæti, náði markmiði mínu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2009 kl. 02:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband