Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bullandi málefnaumræða hjá okkur Vinstri grænum - og okkar fólk með uppbrettar ermar
18.3.2009 | 03:10
Málefnaumræðan hjá Vinstri grænum er spennandi þessa dagana og í kvöld lenti ég í því að þurfa eiginlega að sitja tvo málefnafundi samtímis (í feministahópi og utanríkismálahópi), sem merkilegt nokk tókst bara nokkuð vel. Sá fyrri hófst klukkan átta og sá síðari hálftíma seinna þannig að hægt var að ná því helsta úr báðum fundum og ef ég væri líka Ung vinstri græn hefði ég þurft að vera á þremur fundum í kvöld. Um helgina verður landsfundurinn okkar og stefnir í metþátttöku, enda gaman að vera vitni að því að fylgjast með okkar fólki með uppbrettar ermar að taka til hendinni í samfélaginu og fær vonandi að halda því áfram eftir kosningar. Ekki spillir að grasrótin (þar er ég eitt af ýlustráunum) er mjög vel virk og veitir aðhald sem alltaf er þarft, en kann líka vel að meta það sem vel er gert.
Svo var það bara vinna og myndlist í mátulegum hlutföllum líka, eins og venjulega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
"Bullandi málefnaumræða" .. það er rétta orðið.
Nonni 18.3.2009 kl. 11:59
Vona að við Nonni skiljum orðið sama skilningi ;-) það leynir sér ekki á mínum texta hvað ég á við.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2009 kl. 20:23