Skrifstofuhljóđ

Hef átt mér ýmsar skrifstofur um ćvina og eitt af ţví sem er áberandi eru umhverfishljóđin sem ţeim fylgja. Í opnu rými, eins og ég hef unniđ í mestanpart ţađ sem af er árţúsundinu tilheyra hljóđin reyndar ekki umhverfinu heldur einkaheiminum, ţví oftast er best ađ einbeita sér međ ţví ađ setja á sig eyrnaskjól (headphone-a) á slíkum stöđum. Hef jafnvel stađiđ mig ađ ţví ađ rćđa á msn viđ manninn viđ hliđina á mér ef ég er ađ vinna í opnu rými, frekar en ađ kjafta viđ hann.

En svo eru ţađ ađrar skrifstofur međ allt annars konar umhverfi. Í Sjálfsbjargarhúsinu, ţar sem ég sit viđ skriftir ţessa dagana, alla vega tvisvar í viku, eru einstaklega skemmtileg umhverfishljóđ. Fyrir utan gluggann eru grenitré sem heyrist stundum í ţegar hvessir, tónstofa Valgerđar er viđ hliđina á minni skrifstofu, og ekki spillir ađ inni á skrifstofunni, ţar sem ég hef ađstöđu, er trommusett og hljómborđ, mjög flott ţegar ég lít upp úr tölvunni. Ys og ţys allan daginn, gengiđ út og inn nálćgt minni skrifstofu, en ţetta eru glađleg hljóđ og ţćgileg.

Oft hef ég haft skrifstofuađstöđu í miđbćnum, neđarlega á Laugavegi, niđri í Austurstrćti og í Ađalstrćtinu og núna seinast hef ég smá skyldum ađ gegna í Hafnarstrćtinu. Miđbćjarhljóđin eru virkilega skemmtileg, umferđahljóđ, kaffihúsatilfinning, hér var dúndrandi ţungarokk á Kaffi Rót um daginn (eitthvađ komiđ fram á kvöld) og svo eru sírenur af og til sem tilheyra litlum, sćtum stórborgum. Brak og brestir í gömlum húsum auka enn á sjarmann á flestum ţessara skrifstofa sem ég hef haft athvarf á, ađ einni undanskilinni, sem samt var ósköp ágćt. Núna sig ég í húsi sem er frá ţví sautjánhundruđ og súrkál (í alvöru, byggt fyrir áriđ 1800) ţar sem gólfin eru skökk en húsiđ er himneskt engu ađ síđur.

Ekki má ég gleyma skrifstofunni í Háuhlíđ, ţar sem ég skrifađi Sögu Húsmćđrakennaraskóla Íslands, en ţetta var í Öskjuhlíđinni međ fallegan gróđur allt um kring og húsiđ fullt af heimilisfrćđikennaranemum og kennurum ţeirra. Skrifstofan mín full af gömlum matreiđslubókum ţar sem finna mátti setningar eins og ,,Tag et sölvfad ... ". Ţótt húsiđ vćri ekki orđiđ fimmtugt ţá var ţar mjög hressilegur umgangur á kvöldin, ţegar enginn var í húsinu nema ég, og ţessi umgangur var ekki af mínum völdum, né heldur Securitas, sem vaktađi húsiđ. Mér fannst ţessi umgangur bara ţćgilegur og lýkur ţá umfjöllun um skrifstofuhljóđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband