Falin frétt um 55% andstöðu Íslendinga við aðildarVIÐRÆÐUR við ESB

Eftir hverja forsíðufréttina á fætur annarri meðan þjóðin var í sjokki og trúði því andartak að aðildarviðræður að ESB væru björgunarhringurinn sem vantaði, þá hafa komið nokkrar faldar fréttir sem sýna meirihluta Íslendinga andvígan aðildarVIÐRÆÐUM við ESB, ca. 55% á móti 45% sem vilja fara í viðræður. Í stað forsíðufrétta um að þjóðin vilji í ESB er lítill þrídálkur á vinstri síðu inni í blaði.

Alltaf verið að reyna að telja okkur trú um að meirihluti þjóðarinnar vilji fara í aðildarviðræður, það er einfaldlega ekki rétt, meirihlutinn er andvígur viðræðum við ESB og enn stærri meirihluti er síðan andvígur aðild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Segjum svo að fjölmiðlum sé ekki ritstýrt.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 16.3.2009 kl. 12:01

2 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Já þetta er merkilegt. Við sem erum á móti ESB þurfum að hafa hærra!

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 16.3.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já, það er merkilegt hvernig sumir vilja koma þjóðinni inn í ESB með góðu eða illu, og fjölmiðlar virðast vera að hjálpa þeim.

Axel Þór Kolbeinsson, 16.3.2009 kl. 13:28

4 Smámynd:

Auðvitað eru fjölmiðlar ekki óháðir - það sér maður nú best á Fréttablaðinu og RUV.

, 16.3.2009 kl. 15:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband