Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćkur
Nokkrar bćkur í tilverunni
Bćkur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuđu á mig. Áskil mér rétt á ađ breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuđri
Ljóđ Jóns Helgasonar frćđimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmćli kattarins til Áfanga. Lesiđ ţau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurđur Guđmundsson: Tabúlarasa
Ćtla ekki ađ reyna ađ skýra hvers vegna ţessi heillar mig mest, ţiđ verđiđ bara ađ lesa hana ... eđa ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réđ úrslitum um ađ ég varđ sagnfrćđingur.
*** -
Hómer: Illionskviđa
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurđardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóđskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaţvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri fćrslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Góđ ljóđ undir svefninn - ágćtis skortur á spennusögum
13.3.2009 | 23:56
Uppgötvađi í gćrkvöldi ađ ég var orđin uppiskroppa međ spennusögur, sem ég les mikiđ af og hef alltaf gert. Ég á margar góđar bćkur ólesnar en hef veriđ óheppin međ val á ţeim ađ undanförnu, ţví miđur kippt međ mér hverri hrútleiđinlegu gćđabókinni á fćtur annarri ađ náttborđinu. Hins vegar bregđast ljóđin aldrei og ég verđ seint ţreytt á Blótgćlum Kristínar Tómasdóttur og er komin međ ađra innan seilingar, Birnu ţó ... eftir Birnu Ţórđardóttur, ţegar ég sekk mér ofan í svona góđa lesningu hugsa ég bara: Spennusögur, hvađ? Góđ ljóđ eru eitthvađ sem erfitt er ađ verđa leiđur á og ég get heilshugar mćlt međ ţessum tveimur bókum.
Svo ţegar ađ ţví kemur er ég búin ađ dusta rykiđ af einni sem ég fann hjá mömmu og á ţar ólesnar alla vega nokkra tugi af Agötum, en núna eru ţađ ljóđin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »
Athugasemdir
Ţađ er fátt betra fyrir svefninn en ađ lesa góđ ljóđ til ađ dreifa huganum. Gyrđir Elíasson er mitt uppáhald.
Ţorsteinn Sverrisson, 14.3.2009 kl. 17:30
Sigurbjörn lćknir nokkur yrkir ljóđ á síđu sinni sem gaman má hafa af. http://sigurbjorns.blog.is/blog/sigurbjorns/
Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 01:20
Gyrđir er auđvitađ einstakur. Gaman ađ sjá ţađ sem Sigurbjörn er ađ gera, ég drakk međ honum kaffi ćđi oft áriđ sem ég var á Lćknablađinu en ţá var hann einmitt formađur Lćknafélagsins og međ skrifstofu á sama stađ og ritstjórnin. Vissi ekki ađ hann leyndi á sér.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.3.2009 kl. 23:07
Hann gerir ţađ svo sannarlega.
Hilmar Gunnlaugsson, 15.3.2009 kl. 23:48