Hvað ef við hefðum haft evru: Egill í Brimborg á fundi á Café Rót á sunnudag kl. 14
21.2.2009 | 19:12
Sunnudagsfundir Heimssýnar, sem eru til að efla umræðu um ESB, hafa verið haldnir nánast óslitið það sem af er ári, flestir á Café Rót, en einn, geysistór fundur var einnig í fundarsal Þjóðminjasafnsins snemma á árinu. Á morgun verður það Egill í Brimborg sem spjallar við fundargesti, en fundirnir á Café Rót eru óformlegir spjallfundir og umræður stundum mjög fjörugar. Hér er meira um fundinn, en yfirlit og efni fyrri funda er einnig að finna á síðu Heimssýnar: www.heimssyn.is og www. heimssyn.blog.is - athugið að við erum búin að færa okkur niður í salinn í kjallaranum!
Sunnudagsfundur: Hvað ef við hefðum haft evru?
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, boðar til almenns fundar nk. sunnudag 22. febrúar á Kaffi Rót Austurstræti 17, 101 Reykjavík, kl. 14:00. Frummælandi á fundinum verður Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar.
Viðfangsefni fundarins verður einkum að svara eftirfarandi spurningum:
- Væru Íslendingar betur settir í dag ef lögeyrir landsins hefði verið evra á undanförnum árum en ekki íslenska krónan?
- Hefði íslenska fjármálakerfið ekki hrunið ef við hefðum haft evru?
- Hvernig datt Íslendingum í hug að byggja upp stærsta fjármálakerfi heims miðað við höfðatölu og fara síðan að koma sér upp gjaldmiðli sem gæti hugsanlega stutt við slíka uppbyggingu?
- Á Ísland að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru?
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Heimssýn hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Athugasemdir
Ætlarðu að kíkja við? Þú kannski kemur með pínu samantekt fyrir okkur hin?
Einar Indriðason, 22.2.2009 kl. 00:55
Ég verð þarna og það er góð hugmynd að koma með smá frásögn af fundinum ef tilefni gefast til, en kannski sjáumst við bara á vettvangi.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.2.2009 kl. 04:57
Um gildi fundanna hjá Heimssýn getum við Jón Frímann verið sammála um að vera ósammála.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.2.2009 kl. 05:13
Jón Frímann:
Þessi ummæli þín eru nú bara meðmæli með því sem Heimssýn hefur verið að gera í ljósi þess hvernig þú nálgast Evrópumálin. En ég vil bara þakka þér innilega fyrir öll þín skrif um þau mál. Þau verða seint talin málstað Evrópusambandssinna til framdráttar :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 10:12