Þjóðarsátt um búsáhaldabyltingu - og hátekjuskattur á laun sem eru jöfn þingfararkaupi og hærri

Fyrir um það bil tuttugu árum var allt í kaldakoli hér og þá var gerð svokölluð þjóðarsátt (þjóðarsáttarsamningar), sem fól það í sér að til að stemma stigu við óðaverðbólgu (,,víxlhækkun launa og verðlags" var það kallað) tók almenningu sem átti í kjaraviðræðum á sig talsverða kjaraskerðingu. Um þetta var svokölluð þjóðarsátt, ég var reyndar ein af þeim sem var efins um að rétt væri að henni staðið, því mér fannst hlutur láglaunafólks allt of mikill miðað við hlut annara í að skapa stöðugleika. En í stórum dráttum heppnaðist aðgerðin og kannski hefði úrvinnslan orðin góð ef ekki hefði verið mynduð Viðeyjarstjórnin árið 1991. Með henni var skattkerfið einfaldað og mikið rætt um hversu ,,stílhreint" það væri. Já, ég held það hafi einmitt verið ,,einfalt, stílhreint og óréttlátt." og lét það víst nokkuð oft í ljós við daufum eyrum. Skattleysismörkin hafa ekki megnað að vinna gegn óréttlætinu hjá millitekjufólki, en kannski fer því fækkandi nú.

Nýafstaðin (eða ekki afstaðin) búsáhaldabylting var að vissu leyti annars konar þjóðarsátt og nú hefur næstum öllum kröfum þorra fólks verið mætt. Ég er auðvitað visst bjartsýn á næstu 80 dagana þótt ég viti að ekki verður unnt að vinna kraftaverk, síst í þessu árferði. Ummæli um að hátekjuskattur væri nánast táknræn athöfn hafa verið dregin fram í dagsljósið, en mér finnst engu að síður að það sé rétt að setja hann á og mætti til dæmis miða mörkin við þingfararkaup. Enn betra kerfi væri það sem Norðmenn hafa verið með (veit ekki hvernig það er núna) þar sem skattþrep eru mörg og því ekki hætta á að með hærri tekjum geti útborguð laun lækkað til muna, eins og ef skattþrep eru fá. Það er mikill misskilningur að óréttlátur einfaldleiki sé til góða. Það er ekkert mál að vera með, eins og Norðmenn, skífu sem sýna nákvæmlega hvað háir skattar hver og einn er með, eftir tekju, og ég tala nú ekki um möguleikana sem tölvuforrit ættu að gefa. 

Með allar mínar vonir, trú og væntingar til núverandi ríkisstjórnar, vonir sem sumir deila með mér og aðrir ekki, legg ég þetta inn í umræðuna á þessu stigi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessuð Hvort sem að fólki líkar það vel eða illa er það millistéttin það er fólkið á meðallaununum sem að ber upp skatta landsins og þannig hefur það alltaf verið. Hið glæsilega hátekjuskatts þrep sem hér var i gildi þekki ég vel af eigin baki. Þar sem að ég dansaði á línunni og taldist því til hátekjufólks lenti ég í alskyns jaðaráhrifum ég á útreikninga frá þessum árum þar sem að ég bar saman laun mín eftir allan þann frádrátt sem jaðarskattar leiddu af sér og manneskju sem taldist láglaunamanneskja. Við stóðum í svipuðum aðgerðum þegar dæmið hafði verið reiknað til enda var munurinn á tekjum til ráðstöfunar eftir skatta bætur og önnur gjöld það er nettó tekjur ótrúlega lítill. Og þetta var útreiknaður munur á yfirvélstjóra á ísfiskstogara og manneskju á lægstu launum þjóðfélagsins. Þegar jaðarskattarnir höfðu rifið allt af öðru en vaxta og barna bætur og aðrar ívilnanir bæst á hitt var munurinn slándi lítill langt innan við milljón

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.2.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta sem þú nefnir Jón, er einmitt vandamál sem má leysa með því að hafa mörkin milli stiganna nógu lítil, annars færir það heim fáránleg dæmi og undarlegt óréttlæti. Vissulega er það meðaltekjufólkið sem greiðir mest til samfélagsins en samt sem áður væri þetta vel framkvæmanlegt. Varðandi bætur og styrki þá er sífellt verið að velta þeim málum fyrir sér, hvort sem eru barnabætur eða sjómannaafsláttur (ræði það sem helst var í myndinni þegar ég fylgdist best með).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.2.2009 kl. 00:30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband