Mikilvægasta ríkisstjórn lýðveldistímans? - taka 2

Varpaði þeirri spurningu fram um daginn hvort þetta verði mikilvægasta ríkisstjórn lýðveldistímans - ýmsar ytri aðstæður og efni verkefnalistans benda til þess að svo gæti orðið. Nú veltur á því að hún fái brautargengi með verkefni sín, en Framsókn hefur ekki gefið tilefni til fullrar bjartsýni um það. Baldur Þórhallsson er að segja í ríkisútvarpinu að Þorgerður Katrín hafi verið að taka undir efnahagsaðgerðirnar, það má auðvitað túlka orð hennar þannig en eflaust verður fundinn ásteytingarsteinn þótt síðar verði. Pirrandi hlið á pólitík.

 


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þessi ríkistjórn er valda og umboðslaus þangað til eftir kosningar. Verði hún með meirihluta eftir kosningar gætu spennandi hlutir farið að gerast, fram að því er biðstaða.

Guðmundur Jónsson, 1.2.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ýmislegt má gera á 80 dögum, sbr. ferðalag í kringum jörðina ... Tek undir þér, held að þetta sé mikilvæg ríkisstjórn á skrýtnum tímum. Ef vel gengur hjá henni er ekki ólíklegt að þjóðin gefi henni áframhaldandi umboð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Allt þetta getur átt við (umboðið reyndar í sjálfu sér ótvírætt en ég held ég skilji hvað þú átt við, Guðmundur). Mikið rosalega óska ég þessari stjórn þó mikilla heilla.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2009 kl. 19:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband