Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Mikilvægasta ríkisstjórn lýðveldistímans? - taka 2
1.2.2009 | 18:17
Varpaði þeirri spurningu fram um daginn hvort þetta verði mikilvægasta ríkisstjórn lýðveldistímans - ýmsar ytri aðstæður og efni verkefnalistans benda til þess að svo gæti orðið. Nú veltur á því að hún fái brautargengi með verkefni sín, en Framsókn hefur ekki gefið tilefni til fullrar bjartsýni um það. Baldur Þórhallsson er að segja í ríkisútvarpinu að Þorgerður Katrín hafi verið að taka undir efnahagsaðgerðirnar, það má auðvitað túlka orð hennar þannig en eflaust verður fundinn ásteytingarsteinn þótt síðar verði. Pirrandi hlið á pólitík.
Slá skjaldborg um heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:16 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Þessi ríkistjórn er valda og umboðslaus þangað til eftir kosningar. Verði hún með meirihluta eftir kosningar gætu spennandi hlutir farið að gerast, fram að því er biðstaða.
Guðmundur Jónsson, 1.2.2009 kl. 18:33
Ýmislegt má gera á 80 dögum, sbr. ferðalag í kringum jörðina ... Tek undir þér, held að þetta sé mikilvæg ríkisstjórn á skrýtnum tímum. Ef vel gengur hjá henni er ekki ólíklegt að þjóðin gefi henni áframhaldandi umboð.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2009 kl. 19:00
Allt þetta getur átt við (umboðið reyndar í sjálfu sér ótvírætt en ég held ég skilji hvað þú átt við, Guðmundur). Mikið rosalega óska ég þessari stjórn þó mikilla heilla.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2009 kl. 19:49