Mikið rosalega er ég í réttum flokki - játningar hamingjsamlega vinstri grænnar konu

Símtal frá Ungverjalandi í kvöld: ,,Mamma, ætlar þú ekki á opinn flokksráðsfund í VG í kvöld?" ,,Mér sló niður og ligg í pest," sagði ég sannleikanum samkvæmt. ,,En ..." og auðvitað fór ég.

Mér líður rosalega vel eftir þennan fund. Sjaldan sem maður er staddur í félagsskap þar sem maður er sammála nánast öllu sem fram kemur. Það fer ekkert á milli mála að ég er í réttum flokki og stend auðvitað með honum í gegnum þykkt og þunnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

til hamingju með það og gangi ykkur vel í baráttunni !!!

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 05:23

2 Smámynd: Linda litla

Baráttukveðjur á þig Anna mín. Gangi ykkur vel.

Linda litla, 28.1.2009 kl. 10:50

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, við þurfum svo sannarlega á öllum góðum straumum og óskum að halda.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 13:12

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gott að vita. Nú er bara að vona að nýja stjórnin standi sig.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Baráttukveðjur,og takk

Sædís Hafsteinsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: corvus corax

"Og stendur auðvitað með honum (flokknum) í gegnum þykkt og þunnt!" Þetta er athyglisvert, ekki síst í ljósi þess að VG-liðið hefur ekki legið á gagnrýni sinni á þá sem taka hagsmuni flokksins fram yfir eigin hugsjónir eins og sjallarnir og frammararnir hafa fengið óspart að heyra undanfarna áratugi ef ekki lengur. Það er þá sama rassgatið undir öllu þessu flokkakerfi að VG meðtöldum: 1. sæti, hagsmunir flokksins. 2. sæti, hagsmunir mínir. 3. sæti, eitthvað allt annað en hagsmunir þjóðarinnar. 99. (síðasta) sæti, kannski hagsmunir fjöldans eða þjóðarinnar.

corvus corax, 28.1.2009 kl. 13:40

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir góðar óskir. Hugsjónir flokksins og mínar fara saman´og ég finn í þeim andsvar við þeim kröfum sem þjóðin hefur sett kröftuglega fram, þess vegna er ekki erfitt að standa með honum gegnum þykkt og þunnt, erfiðleikar í samfélaginu geta gert starf hans erfitt og ekki stórmannlegt að standa ekki með hugsjónum sínum þó ervið verkefni sé við að glíma. Mér sýnist að corvus corax lifi í öðru umhverfi og öðrum veruleika og dragi ályktanir sínar út frá heimi sem ég blessunarlega þekki ekki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 16:44

8 Smámynd: Aldís Gunnarsdóttir

sammála Anna...ég er líka flokksbundin VG kona og alltaf þegar ég er búin að fara á fundi þá líður mér eins og þú varst að lýsa!!

VG- er klárlega flokkurinn minn...

Aldís Gunnarsdóttir, 28.1.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér þótti sérstaklega vænt um að fá þessa tilfinningu við þessar sérstöku aðstæður sem eru núna og ég veit að það hefur/hefði verið sama hjá þér Aldís, þetta er eitthvað sem bara ,,er".

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 23:19

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Var að reka augun í furðulegt orð í fyrri athugasemd frá mér, sem ég skil ekki hvernig mér tókst að skrifa: ervið á að vera erfið (auðvitað). Ekki hægt að láta það vera óleiðrétt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 23:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband