Ár uxans hófst í gær og lauk þá ári rottunnar (og varið ykkur á pestinni)

Tang Hua vinkona mín datt inn á msn í dag og eftir að við höfðum spjallað aðeins saman um pólitíkina og mótmælin sagði hún mér að nú væri ár uxans runnið upp, raunar í gær. Við erum venjulega ekki mjög lengi á msn, svo ég ákvað að fletta þessum árum bara sjálf upp á netinu.  Fráfarandi ár, ár rottunnar, er kennt við auð (!) og það hlýtur þá að merkja líka að þýða að þegar auðurinn yfirskyggir allt þá getur hann líka horfið. Árið sem nú er hafið er ár uxans. Það lofar alveg sæmilegu, merkir góðan efnahag með mikilli vinnu og dugnaði. Á það ekki bara að duga?

Annars er þessi pest sem ég var að glíma við í fyrri viku búin að koma mér aftur á kné, enda fór ég þokkalega bratt af stað eftir að vera búin að liggja í pestinni í viku. Þannig að ég vona að þið sem hugsanlega fáið þessa pest gætið ykkar vel, ekki fara of snemma eða of hratt af stað aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég skrifaði eitthvað um ár Uxans í Vikuna, held þá nýjustu, og þetta verður svona eins og þú lýsir og svo kom eitthvað meira fyrir hvert merki.

Sendi þér góðar batakveðjur!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 27.1.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

ÆÆ láttu þer batna

Sædís Hafsteinsdóttir, 27.1.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: TARA

Góðan bata og áfram með skemmtilegt blogg.

TARA, 27.1.2009 kl. 22:17

4 Smámynd: Aprílrós

Góðan bata

Aprílrós, 27.1.2009 kl. 23:21

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, takk, auðvitað er hættulegt að fullyrða svona lagað, því það kemur í hausinn á manni, ég stalst nefnilega til þess að gefa sjálfri mér bæjarleyfi í kvöld, eins og fram kemur í næstu bloggfærslu. Jæja, þannig er nú það.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 00:41

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þarf svo greinilega að fara að kíkja í Vikuna, sú sem liggur frammi er að verða gegnumlesin (með Innlits/Útlits drop-out viðtalinu).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.1.2009 kl. 01:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband