Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Jóhanna og valkostirnir
26.1.2009 | 18:05
Þegar ég fór að heima í hádeginu í dag var rætt um að næsti forsætisráðherra yrði sóttur út í bæ. Nú heyrist mest talað um Jóhönnu. Ætli hennar tími sé loks kominn? Fylgist með eins og flestir í landinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hennar tími er kominn,vittu til
Sædís Hafsteinsdóttir, 26.1.2009 kl. 21:25
Nei ég held að hún sé búin með tímann sinn. Gamla flokksræðið er að líða undir lok.
, 26.1.2009 kl. 22:30
Hún Guð forði mér frá Jóhönnu. Hún fékk sinn tíma og hann er liðinn.
Íslendingar þurfa lífsnauðsynlega á því að halda að um stjórnartaumana haldi fólk sem kann til verka. Jóhanna og aðrir sem sváfu á verðinum í fráfarandi ríkisstjórn eru óhæfir.
Það er í raun undur og furða að enn sé til fólk sem ber traust til Jóhönnu og trúi því að það séu alltaf ytri aðstæður sem komi í veg fyrir að hún geti unnið vinnuna sína. Hún hefur setið á þingi sl. 30 ár og hún mun ekki koma neinu því í verk nú sem hún hefur ekki þegar komið í verk. Tvö kjörtímabil er nóg fyrir þingmann til að sýna hvað í honum býr. Jóhanna hefur nú þegar fengið rúmlega þrefaldan þann tíma.
Það skiptir öllu að næsti forsætisráðherra vinni samstundis traust þjóðarinnar og erlendra þjóða. Erlendar þjóðir munu ekki bera traust til forsætisráðherra sem átti sæti í fráfarandi ríkisstjórn.
Allir ráðherrarnir og samflokksmenn þeirra á þingi bera ábyrgð. Þau höfðu aðgang að skýrslum sem við hin höfðum ekki: Þau sátu á fundum sem við hin sátum ekki: Þau tóku þátt í umræðum sem við hin áttum ekki aðild að. Þetta ætti að nægja skynsamlega heilbrigðu fólki til að horfast í augu við að allir sem komu að ríkisstjórninni eru vanhæfir.
Fagleg utanþingsstjórn, takk. Allt annað er yfirklór og vísir á áframhaldandi vantraust þjóðarinnar og áframhaldandi vantraust annarra þjóða.
Hvað varðar stjórnarandstöðuna á þingi þá er það ábyrgðarhluti að leiða Samfylkinguna til áframhaldandi fundarsetu.
Helga 26.1.2009 kl. 23:35
Sé ekki utanþingsstjórn í myndinni - hver ætti að biðja um hana? Ekki held ég að forsetinn taki af skarið. Þetta segi ég þótt mér finnist utanþingsstjórn og þjóðstjórn skástu kostnirnir þann stutta tíma sem ég hygg að verði fram að næstu kosningum.
Breytingarnar koma ekki fyrr en eftir kosningar og það fer eftir kjósendum og þeim valkostum sem þeir eiga hvort þær verða og hverjar þær verða. Ég lít svo á að hvaða stjórn sem kemur nú muni aðeins hafa það hlutverk að láta okkur lifa af - eitt var vís, það var útséð með að fráfarandi ríkisstjórn myndi einu sinni geta tryggt okkur það að lifa af.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2009 kl. 00:08
Fráfarandi stjórn varð að fara frá, en því miður þá fór hún svo seint að hún olli okkur heilmiklum skaða. En þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með meirihlutann í þeirri stjórn þá var Samfylkingin þar líka svo að báðir flokkarnir bera sök - en hvorugur axlar ábyrgð á því vegna þess þau skilja ekki hvað það orðasambandið að axla ábyrgð þýðir.
Það liggur fyrir kröftug krafa fólks um að forsetinn skipi utanþingsstjórn og ég myndi ætla að hann geti valið að hlusta á almenning alveg eins og hann getur valið að hlusta á þingmenn sem þverskallast við að skilja að stór hluti þjóðarinnar vill ekki sjá núverandi þingmenn við stjórn fram að kosningum.
Ég frábið mér þjóðstjórn því ég vil ekki sjá 62/63 núverandi þingmönnum í ríkisstjórn.
Neyðarstjórn kvenna sendi frá sér kall í dag um að forsetinn skipi utanþingsstjórn og bættist þar í hóp marga samtaka og einstaklinga.
Hlusti forsetinn ekki á allt þetta fólk þá verður hann að gera okkur grein fyrir ákvörðun sinni. Boltinn er hjá honum.
Helga 27.1.2009 kl. 00:35
Tími Jóhönnu er vonandi enn einu sinni kominn. Væri ekki gaman að sjá framan í Jón Baldvin ef hún verður forsætisráðherra?
Borghildur Anna 27.1.2009 kl. 03:11
Ég sé alveg rök fyrir utanþingsstjórn, en það hvarflar ekki að mér að hún verði mynduð. Nánast viss um það. Stóra stundin verður næstu kosningar og vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi og verða fyrir of miklum skaða af áframhaldandi stjórnarsetu annars af flokkunum sem hafa leitt okkur út í þessar ógöngur!
Hmmm, í sjálfu sér er ekki nóg að mynda stjórn bara til þess að sjá framan í Jón Baldvin, en jú, ég væri til í að vera fluga á vegg.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2009 kl. 03:25
Og hljómaði það ekki vel ef Atli Gíslason yrði dómsmálaráðherra? Veit auðvitað ekkert, en það væri sterkur leikur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2009 kl. 03:27
Ég varpaði þessu fram með Atla vegna þess að ég tel að það yrði sannarlega rós í hnappagat hinnar nýju ríkisstjórnar, sem gæti verið að færast, ef hún bæri gæfu til þess að skipa Atla sem dómsmálaráðherra. Hélt það gæti ekki farið á milli mála, en ítreka það hér með.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2009 kl. 10:36
Ef á að kjósa á annað borð, þarf það að gerast innan fimm vikna. Við þolum ekki lengri bið. Svo komum við á sósíalísku alþýðulýðveldi, þar sem jöfnuður og réttlæti ríkir. Þá þurfum við heldur ekki neina stjórnmálaflokka. Ekkert Alþingi, þjóðin stjórnar beint. Við höfum sannað það í búsáhaldabyltingunni að það er hægt.
Þorskabítur 27.1.2009 kl. 10:58
Mín kæra Anna, ég er algjörlega ósammála þér í þessu máli öllu saman (og það vitum við nú sennilega báðar)
Mér finnst það vera sorglegt að enn á ný setjast tveir valdagráðugir formenn tveggja valdagráðuga flokka niður til að skipta með sér völdum.
Það vita þau sem vilja að Ingibjörg unir sér ekki hvíldar fyrr en hún hefur þvingað Íslendinga inn í ESB. Skv. fréttum í gær þá mun hún gera þá kröfu á VG að taka þátt í að breyta stjórnarskránni á þann hátt að hægt sé að undirgangast ESB-valdið á næsta kjörtímabili. Fallist VG-forystan á þetta þá þarf ekki að hafa frekari orð um valdagræðina þar á bæ: Allt fyrir stólana! Allt fyrir völdin!
ISG ætlar ekki að segja af sér sem utanríkisráðherra þótt hún viti að hún er ófær um að vinna vinnuna sína vegna veikinda: Nei, hún ætlar í frí: Ekki láta af völdum!
Íslenska þjóðin á skilið - hún á það skilið - að ríkisstjórnin sé skipuð fagmönnum utanþingis eingöngu. Þjóðin á það skilið að geta treyst því að hver einasti ráðherra sé að vinna að velferð þjóðarinnar. Pólitísk stjórn með eða án VG á ekki mitt traust.
Skv. fréttum á RÚV þá tekur Kolbrún við umhverfisráðherra! Hvers vegna Kolbrún? Hvað hefur Kolbrún fram yfir Þórunni? Ætli svarið sé ekki til að koma Kolbrúnu að og afsökunin er að kona fer og kona kemur í staðinn. Ég er komin með svona vinnubrögð upp í háls: Það er ekkert annað en valdagræði að kasta Þórunni út af því bara að VG-kona vill fá starfið hennar.
Forsetinn er ekki alveg laus við að hlusta á fólk því hann hefur óskað eftir því að tveir einstaklingar utan þings verði í ríkisstjórninni.
Svo vill VG-forystan flýta kosningum: Það var þá lýðræðislegt eða hitt þó heldur! Er þetta þá karlmennskan hans Steingríms?: Að flýja keppinautana með því að flýta kosningum til að halda keppinautunum úti?
Atli góður dómsmálaráðherra! Jú, ég hef trúa á Atla og trúi því að VG stæði betur ef félagsmenn myndu skipta á honum og Steingrími, vegna þess að þingmenn vantar sárlega traust.
En Anna mín, alltaf bestu óskir til þín!
Helga 27.1.2009 kl. 13:24
Mér er mikið kappsmál að ríkisstjórnin standi sig vel þennan stutta tíma sem hún verður við völd, ekki í þágu valdhafa ehldur þjóðarinnar. Flýting kosninga er ekkert vandamá, Kvennalistinn var stofnaður 13. mars og kosið í byrjun maí minnir með eða lok apríl
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.1.2009 kl. 15:21
Ég efast ekki eitt andartak um að þú vilt að ríkisstjórnin standi sig vel í þágu þjóðarinnar og ég væri sallaróleg ef þú værir að taka að þér öll ráðherraembættin.
Það að flýta kosningum setur strik í reikninginn fyrir þá hópa sem hafa orðið til frá því í haust og munu hugsanlega sameina krafta sína í framboði. Ég er viss um að Steingímur er sér meðvitaður um þetta, svo og Ingibjörg.
Enn og aftur ætla ég að undirstrika mikilvægi þess að utanþingsstjórn taki við af löngu úr sér gegnum stjórnmálamönnum. Utanþingsstjórn væri ekki ætlað að sitja í tvo eða þrjá mánuði heldur í eitt eða tvö ár.
Helga 27.1.2009 kl. 15:46
Ég hélt að það væri ekki lengur hægt að gera athugasemd?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.2.2009 kl. 03:19