Sveiflur og sigrar í Útsvari
23.1.2009 | 22:34
Svolítið skringilegt að mæta á þessum skrýtna fréttadegi og eiga að setja sig í stellingar fyrir skemmtiþáttinn Útsvar. Ég er reyndar enn að jafna mig á því að þessi þáttur skuli hafa sigrað og fengið minnir mig Edduverðlaun sem ,,skemmtiþáttur" því ég hélt auðvitað að þetta væri grafalvarleg keppni. En alla vega, þarna komum við hálf dofin eftir viburði dagsins og ekki síður viðburði vikurnnar, og áttum að setja okkur inn í annan heim. Það skrýtna er að það tókst og í svona klukkutíma stimplaði maður sig út úr alvarleika íslensks veruleika, alvarleika sem sem er kannski einn sýnilegri núna þegar ljóst er að stjórnin ætlar kannski að sitja - hvað sem tautar og raular.
En við unnum alla vega mjög sannfærandi sigur, held ég bara, í þessum undarlega heimi sem við duttum inn í tímabundið. Og rosalega gaman að mótherjarnir okkar ágætu skuli hafa komist áfram líka, þau eru svo indæl og skemmtileg.
Hins vegar líst okkur alveg hrikalega illa á að hitta Kópavogsliðið í næstu viku.
Athugasemdir
Til lukku með sigurinn. Ánægjulegast að bæði liðin komust áfram. Ég skil vel að það leggist ekki alveg vel í ykkur að mæta Kópavogi. En þið bara æfið duglega. Þá leggið þið þá með leik. Gangi ykkur vel.
Dögg Pálsdóttir, 23.1.2009 kl. 23:37
Takk, ég var reyndar að átta mig á því að bæði liðin komu út úr umferðinni með 83 stiga sigur. Þannig að þetta er bara jöfnuður ...
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.1.2009 kl. 23:51
Flottur sigur hjá ykkur í kvöld...og frábært að ísafjörður komst inn líka þið takið þetta bara með glæsibrag á endasprettinum
Brynja skordal, 24.1.2009 kl. 01:52
Ísfirðingarnir gáfu ykkur sigurinn Anna.Þeim hefði nægt að velja fimm stig í lokin og þá voru þeir búnir að vinna.Þeir tóku þetta ekki alvarlegar en svo.Þið reyndar ekki heldur.Að mínum dómi skemmtilegasti þátturinn.Einn sem er ekki Ísfirðingur.
Sigurgeir Jónsson, 24.1.2009 kl. 09:22
Það verður að hafa gaman af þessu, engin spurning. En fimm stigin hefðu reyndar ekki nægt Ísfirðingunum til að sigra okkur, þannig að það er spurning hvort þeir hefðu farið betur úr úr tíu stiga spurningu. Ég er óttaleg keppnismanneskja, en samt er bara fínt að taka þetta ekki nema mátulega alvarlega ogeg er rosalega kát að fá Ísfirðingana áfram líka. Svo sjáum við bara til með endasprettinn, ekkert er gefið í þessu og mótherjar okkar eru reyndar liðið sem ekkert skemmtir sér í þessu, tekur keppnina hrikalega alvarlega. Ætli við eigum ekki bara sjans bara með því að vera svolítið klár og enn meira kát? Kemur í ljós.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.1.2009 kl. 12:05