Þung undiralda - stormur og öldurót sýnilegri

Fæstir velkjast lengur í vafa, ekki heldur þeir sem harðastir eru í afneituninni, að stjórnarslit og nýjar kosningar eru skammt undan. Á yfirborðinu geysar auðvitað stormur í samfélaginu og sumir eru hræddir við að erfitt sé að halda sjó í þessu ölduróti. Ef rétt er siglt er það hins vegar ekkert mál. Og það er mergurinn málsins, hverjir halda um stjórnvölinn og hvernig, þar til þjóðin hefur valið nýja fulltrúa, fulltrúa sem hlusta á þjóðina.

Hins vegar er þessi þunga undiralda sem ég hef skynjað um nokkurt skeið, um afdrifarík málefni sem varða alla framtíð þjóðarinnar. Um umhverfismálin og frelsi þjóðarinnar. Sú undiralda verður aftur greinanleg um leið og þessu óveðri slotar, sem nú ríkir og hreinsar fleira en aldin jólatré úr vegi okkar.

Ég vona sannarlega að gæfa fylgi þessari byltingu sem er að eiga sér stað. Það er löngu ljóst að þetta er engin flauelisbylting - það var aldrei boðið upp á slíkt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband