Pestin
17.1.2009 | 11:53
Ţađ var svo sem viđ ţví ađ búast ađ ,,pestin" legđi fleiri í rúmiđ en soninn á heimilinu, sem er búinn ađ liggja í viku. Nú er ég sem sagt búin ađ fá ,,pestina" og er ekkert sérlega kát yfir ţví. Nú orđiđ fć ég frekar sjaldan umgangspestir, en á međan krakkarnir mínir voru litlir kom hver einasta pest viđ hjá okkur og ég tíndi ţćr allar upp og ţađ var ekki beint skemmtilegt.
Ţađ sem ég hef mestar áhyggjur af núna er ađ verđa ekki orđin frísk og fersk fyrir nćstkomandi föstudag, ţegar ég ţarf ađ keppa fyrir Álftanes í Útsvari. Best ađ gera allt sem hćgt er, drekka engiferte sem hún Tang Hua vinkona mín kenndi mér ađ nota gegn kvefi, mikiđ af vatni, sofa og sofa og svo hef ég ţađ eftir áreiđanlegum heimildum ađ ţađ sé snjallt ađ taka paratabs viđ beinverkjunum. Ţetta síđastnefnda geri ég líklega ekki, ekki vön ađ taka verkjatöflur nema í neyđ og einhvern veginn hef ég aldrei litiđ á beinverki sem neyđ. En ći, ţetta er fúlt! Ţađ eina góđa viđ pestir er dagurinn ţegar pestin er allt í einu ađ baki, fyrir mér er ţađ alltaf eins og ákveđin endurfćđing.