Hárrétt skref utanríkisráðuneytis

Margt er furðulegt við þessa frétt og ég veit ekki hvort það er til siðs að tilkynna fyrirvaralausar heimsóknir til að reyna að lappa uppá orðsporið þegar heimurinn er að ranka við sér (að hluta) og fordæma aðgerðirnar. Viðbrögð utanríkisráðuneytisins eru auðvitað hárrétt, svo langt sem þau ná.
mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það hárrétt að leyfa Ísraelsmönnum ekki að útskýra sitt sjónarhorn? Eru þeir svo fyrirframsekir?

Hans Haraldsson 16.1.2009 kl. 18:49

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Kúgararnir eru margbúnir að útskýra sitt sjónarhorn. Þeir eru alltaf að verja sig gegn hinum kúguðu.

Björgvin R. Leifsson, 16.1.2009 kl. 18:52

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í þessu sambandi væri kannski rétt að rifja upp fyrstu utanlandsför Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. hann valdi Íslrael einhverra hluta vegna og ekki var það nein Bjarmalandsför hans nema síður sé. Leyfði ér að rifja það upp, sjá: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/773195/

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um fordæmingu er óskynsamleg, vanhugsuð og til þess fallin að enn fleiri saklausir borgarar láti lífið eins og ég færi rök fyrir hér.

Obama virtist skilja klemmu Ísraelsmanna ágætlega þegar hann heimsótti Sderot síðasta sumar.

Sveinn Tryggvason, 16.1.2009 kl. 23:53

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband