Janúardagar

Sérlega fallegur dagur í dag. Snjóföl yfir  öllu hér suðvestanlands, líklega um mestallt landið. Útsýnið yfir Grafarvoginn yndislegt, en þar var jarðarför Möggu Odds og mikið fjölmenni. Sólin að hækka á lofti, hik og bið í samfélaginu vegna ástandsins en líklega langt í að vor verði í lofti og sinni. Hlýindin um daginn voru í bland við svartasta skammdegismyrkrið svo það var ekki beinlínis vorlegt þótt fallegt væri. Janúar er ekki minn uppáhaldsmánuður og í febrúar höfum við Ari oftast forðað okkur í frí undanfarin ár, varla núna þó, það styttir veturinn mikið þegar gert er. En stundum þarf að gera fleira (eða færra) en gott þykir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvert er nafnið á bókinni sem þú nefndir fyrir skömmu, sem inniheldur eitthvað í áttina að, x*svindl + y*trassaskapur = óstöðvandi vandræði 

jg 16.1.2009 kl. 17:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband