Smá Murphy í viđbót - en samt hef ég trú á ţessu ári!
3.1.2009 | 22:15
Ţá er ţađ bara smá Murphy í viđbót. Skuggalega vel viđ hćfi, sumt alla vega. Ţađ er allt í lagi ađ vera međ smá bölmóđ svona í upphafi árs, en til ađ fyrirbyggja misskilning ţá vil ég taka ţađ fram ađ ég hef fulla trú á ţessu ári. Kosningaár, sem sagt, ţađ er alltaf gott. Ef ţetta verđur ekki kosningaár verđ ég alla vega illa svikin.
En hér er Murphy vinur vor:
Lögmál Van Herphen:
Lausinin ađ ţví ađ leysa vandamál felst í ţví ađ finna einhvern sem getur leyst vandamáliđ.
Lögmál Baxters:
Villan í forsendunum finnst í niđurstöđunum.
Fyrsta lögmál McGee
Ţađ er undravert hversu langan tíma tekur ađ leysa viđfangsefni sem ekki er unniđ í.
Lögmál Ruckerts:
Ekkert vandamál er svo smátt ađ ekki sé hćgt ađ missa ţađ fullkomlega úr böndunum.
Lögmál Biondis:
Ef verkefniđ sem ţú ert ađ vinna í er ekki ađ virka, skođađu ţá ţćtti sem ţér fundust lítilvćgastir.
Lögmál Allen:
Nánast allt er auđveldara í ađ komast en úr ađ sleppa.
Lögmál Young um hreyfanleika kyrrstćđra hluta:
Allir kyrrstćđir hlutir geta hreyfst nógu mikiđ til ţess ađ verđa í vegi fyrir ţér.
Regla Fahnestock um mistök:
Ef ţér mistekst í fyrstu atrennu skaltu eyđileggja öll ummerki um ađ ţú hafir reynt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
, 3.1.2009 kl. 22:44