Að eiga skemmtilegar ólesnar bækur - þá er ýmislegt í lagi

Nú á ég tvær æsispennandi ólesnar bækur, sem ég hlakka ekkert smá til þess að lesa. Hanna mín reyndar búin að næla sér í aðra, en hún er sæmilega snögg að lesa spennusögur, það er sagan hans Árna Þórarinssonar, sem gerist víst á Ísafirði núna, hin hljómar ekki síður vel: Karlar sem hata konur (og ég sem  hélt að það væri sjálfshjálparbók, dö!). Það er alveg ótrúlega jólalegt að liggja í rúminu með góðri samvisku og lesa góða bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Karlar sem hata konur er með skemmtilegri krimmum sem ég hef lesið. Spennandi og bara frábær! Þú verður ekki svikin af henni.  Árni er náttúrlega frábær að vanda og Hanna á ábyggilega eftir að skemmta sér vel yfir henni. 

Kveðja í bæinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.12.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Búin með Sjöunda son Árna, fannst hann fínn og gaman að lesa krimma sem gerist á Ísafirði.  Næst er það Ofsi Einars Kárasonar, Sturlungudrama.

Er síðan endanlega fallin fyrir Kvenspæjarasögunum frá Botswana -dásamleg afþreying !

Jólabókakveðjur,

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.12.2008 kl. 01:50

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Karlar sem hata konur algjörlega brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 13:43

4 Smámynd: Aprílrós

jamm

Aprílrós, 27.12.2008 kl. 17:00

5 Smámynd: Aprílrós

úps átti ekki að fara hingað þetta jamm hehe.

Góða skemmtun við bókalesturinn , til þess eru jólin að lesa .

Aprílrós, 27.12.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þá ætla ég að fara að lesa Karla sem hata konur, búin með Auðnina hennar Yrsu og hún kom með ákveðið óvænt í lokin, en gaf dálítið mikið upp jafnóðum, samt góð.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.12.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

En talandi um kvenspæjarana, var byrjuð á þeim á ensku áður en þeim fór að snjóa inn með Uglu-klúbbnum. Jamm, ég hef gaman af þeim, en bíð ekki með óþreyju eftir næstu bók, viðurkenni það, og á einhverjar ólesnar enn. En ekki ósátt við þær. Það var gamall Breti sem ég hitti í Bexhill-on-sea sem kom mér á bragðið og fyrsta bókin sem ég las var skemmtilegust.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.12.2008 kl. 20:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband