Ég hélt ég fylgdist með ... en!

Tvö símtöl í dag hafa skilið mig eftir hrikalega hugsandi, og þótt ég hafi svo sem alls ekki tíma til þess að hugsa allt það sem ég er að hugsa, þá kemst ég líklega ekki hjá því. Ábyrgð stjórnvalda á þeirri stöðu sem við erum í var umræðuefnið og satt að segja verður sú mynd svartari með hverjum deginum, alvarlegast er ef einhverjar yfirhylmingar eru í gangi. Ef þetta er torskilið þá bendi ég ykkur bara á að fara í huganum yfir allar þær fréttir sem yfir okkur dynja varðandi skort á samráði við þjóðina varðandi setningu Icesave-laganna (af einhverju freudisku ,,slippi" var ég búin að skrifa Iceslave) og svo hvarflaði hugurinn (eða var stýrt) í átt að því sem er að gerast í Luxembourg. Og kannski er þetta bara toppurinn á ísjakanum. En ég hef ekki komist yfir að fylgjast nógu vel með ... þarf að bæta úr því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband