Merkilegur þáttur um HIV - undrandi á viðhorfunum

Horfði á þátt á RUV (missti reyndar framan af honum) þar sem Stephen Fry fjallaði um aðstöðu HIV smitaðra í Bretlandi og víðar, m.a. í Suður-Afríku þar sem veikin er útbreiddust. Það sem stakk mig var fáfræði og fordómar og hugrekki viðmælenda Stephen Frys. Ótrúlegur þáttagerðarmaður, þessi frábæri leikari, fyrst tókst honum að gera þunglyndið (sem hann stríðir sjálfur við) svo áhugavert að það lá við að það væri skemmtilegt í dauðans alvöru sinni og þessir þættir lofa góðu. Ég er ekki sú besta í að fylgjast reglubundin við nokkrum þáttum, en ég hugsa að ég tékki aftur á þessari þáttaröð, sem mér heyrist að sé að byrja. Alveg sama hvað allri kreppu líður, það er ýmislegt annað sem þarf að minna sig á af og til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já hann var frábær í að ræða um sinn sjúkdóm og ekki síðri í þessum þætti. Það sem lét mig fá hroll var samtal hans við heilbrigðismálaráðherra Suður-Afríku.

Ævar Rafn Kjartansson, 8.12.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, það var sannarlega óhugnanlegt og afleiðingar þessa viðhorfs manna sem eiga að vera ábyrgir eru grimmilegar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.12.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þó það sé kannski ljótt að gera svona samsvörun þá er það líkt og með okkar ráðamönnum og afleiðingum þeirra gerða.

Muurinn liggur í því að það deyr enginn hér....... og þó?

Ævar Rafn Kjartansson, 8.12.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Stephen Fry er alveg frábær. Hef séð fyrri þáttinn með honum þar sem hann ræðir geðhvörfin og þunglyndið.  Einstaklega gefandi að sjá þáttinn hans. 

Baldur Gautur Baldursson, 9.12.2008 kl. 07:57

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hann er frábær, bæði sem leikari og þáttagerðarmaður. Sá ekki þættina um þunglyndið, en þessi lofaði góðu.

Mér hefur alltaf fundist hann undarlega líkur Oscar Wilde, eftir myndum að dæma. Báðir voru þess utan samkynhneigðir.

oscar-wilde-pic.jpgstephenfry.jpg

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2008 kl. 10:18

6 identicon

æi ég missti af þessum þætti, sá þáttinn hans um bipolar syndromið, hann var góður. 

alva 9.12.2008 kl. 10:46

7 Smámynd: Ragnheiður

Ég horfði með athygli á þetta og það læddist hrollur niður bakið þegar hann fjallaði um Suður-Afríku. Heilbrigðisráðherrann ráðleggur rófuát við alnæmi og forsetinn segir enga tengingu milli HIV og lokastigs alnæmis. Það er kannski ekki nema von að sjúkdómurinn breiðist þar út eins og eldur í sinu.

Ég held að þetta hafi verið fyrri þáttur af tveimur.

Ragnheiður , 9.12.2008 kl. 11:24

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fyrir utan það að hlusta á heilbrigðisráðherrann í Suður-Afríku fannst mér líka óhugnanlegt að heyra hvað margir eru ábyrgðarlausir í kynlífi í Bretlandi. Hugsa sér að láta smita sig viljandi!

Ég held að þetta sé sem betur fer ekki aæveg svona slæmt hér á Íslandi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.12.2008 kl. 12:00

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, góð ábending að þetta er fyrri þáttur af tveimur (eða fyrsti af fleirum?) og ég held að ég muni horfa á þann næsta ef ég verð ekki upptekin. Sammála því að þetta er vonandi ekki svipað hér á landi, ég hef reyndar trú á því.

Ævar, blinda stjórnvalda hér er grafalvarleg, ég er sannarlega sammála því og vonandi deyr samt enginn, en ekkert okkar veit það fyrir víst, geri ég ráð fyrir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.12.2008 kl. 22:13

10 identicon

Hefði nú heldur viljað sjá sjónvarpað fundinum í Háskólabíó...............þessi HIV mynd mátti nú alveg missa sín. það er óábyrgt og siðlaust með öllu að eiga í samneyti við 200 menn á ehv vikum eða voru þær bara 2. Eins þetta með að reyna að smitast,óskiljanlegt við horf með öllu.Manni er misboðið allar þessar bersöglislýsingar. Ætlast síðan til að læknar og vísindamenn lækni þá.

Margret 9.12.2008 kl. 22:33

11 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held reyndar að verið sé að höfða til ungs fólks að vera EKKI ábyrgðarlaust, ekki síður en til stjórnvalda að taka ábyrga aðstöðu. En ég held að við ættum öll að geta verið sammála að það er skylda okkar sem samfélags fólks að tryggja öllum eins gott líf og hægt er, án þess að velja og hafna eftir eigin skoðunum eða fordómum. Ekki gleyma því Margrét að í sumum samfélögum er líf konu miklu minna metið en líf karls, þannig að þar myndir þú ef til vill sæta því að fá ekki nauðsynleg lyf á meðan karlmaður sem þú fyrirlitir fengi alla bestu læknishjálp. Og í öðrum samfélögum fer það eftir fjárhagnum hvort þú færð þokkalega læknismeðferð eða ekki, nei, ég held að það sé best að krefjast réttlætis, og það fyrir alla, þú veist aldrei hver setur reglurnar ef þú ætlar að meta mannslífin mismikils!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.12.2008 kl. 00:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband