Spađadrottningin mín og tagllaus óvart-hestur
27.11.2008 | 18:41
Finn allt of fáar stundir í vikunni til ţess ađ fara og mála uppi í Myndlistarskólanum í Kópavogi, en samt, ţótt ég eigi kannski bara eina og hálfa stund lausa er ţađ miklu skárra en ekki neitt. Verst ađ ákveđinn tími fer í penslaţvott. Margt má lćra af ţví ađ vinna međ öđrum og skólasystkini mín eru góđur félagsskapur. Ég hef aldrei nokkurn tíma unniđ međ spađa, ţótt ég hafi málađ međ olíu af og til í 23 ár, held ég ađ ţađ séu orđin. En alla vega, í dag átti ég reyndar óvenju langan tíma aflögu og skrapp í skólann ađ vinna í nokkrar klukkustundir. Keypti mér einn spađa á leiđinni, enda listabúđir allt um kring. Og núna er ég búin ađ mála tvćr myndir međ spađa, ekkert sjálfgefiđ ađ ţćr séu útskrifađar (til dćmis sé ég amk. eina vinnu sem ég mun leiđrétta í módelinu), en svona réđst ég á strigann í dag í óvenju góđu stuđi, og ég ćtla ađ leyfa mér ađ skíra módelmyndina fyrstu spađadrottinguna mína. Svo gerđi ég eins og venjulega, hreinsađi úr penslunum (spađanum) á annan striga jafnóđum, stundum verđa ţćr myndir betri, og ćtlađi nú ađ sleppa ţví alveg ađ vera fígúratív, en ég sé ekki betur en ţetta sé tagllaus hestur ađ prjóna. En ég svo sem veit ţađ ekki, ég bara gerđi myndina. Núna er ég alveg forfallin í ţví ađ mála frekar litlar myndir eftir gömlum, risastórum módelmyndum sem ég á í fórum mínum í stöflum, ţótt ég hafi hent fullt af myndum um leiđ og ég fór í gegnum ţćr um daginn (yfirleitt olía á pappír). Ţessi endurvinnsla er auđvitađ mjög viđ hćfi í kreppunni og ég ţarf eiginlega ađ sýna ykkur bloggvinum mínum undanfara spađadrottingarinnar minnar, önnur er nýleg olía á striga, pínulítil, og hin er risastór olía á pappír. Og lýkur ţá sögunni af spađadrottningunni.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:44 | Facebook