Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Borgarafundur sem fer vel af stað ...
24.11.2008 | 20:38
Flott að horfa á borgarafundinn í sjónvarpinu, Þorvaldur Gylfason fór á kostum, var fyrirfram svolítið hrædd við að hann væri myndi bara tala fyrir hönd sumra, það er ESB-sinna, en það var öðru nær, glæsileg ræða! Vildi gjarnan að ég hefði komist, en skárra en ekkert að þessum fundi skuli vera sjónvarpað. Það er athyglisvert að nú eru þingmenn og ráðherrar farnir að mæta nokkuð vel á fundinn og rökrétt framhald af þeim framboðsræðnabrag sem mér fannst á vantraustsumræðunni í dag (að því leyti sem ég hafði tök á að hlusta á hana).
Silja Bára byrjar líka vel, stemmningin greinilega flott, ef þetta eru ekki skilaboð þá veit ég ekki hvað? Sneisafullt, þannig að það kemur ekki að sök að ég kemst ekki ;-) í þetta sinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Aprílrós, 24.11.2008 kl. 21:48
Sammála þér með borgarfundinn. Hann fór ekki út á ESB svellið og finnst það ágætt. Er sjálf ESB sinni, en það er mikilvægt að hreyfa þeim málum fyrst, sem ÞG talaði um.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 23:16
Fundurinn var ótrúlega magnaður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 00:14
Það skilaði sér meira að segja í gegnum sjónvarp!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.11.2008 kl. 01:16