Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Fallegir haustdagar í Washingtonfylki, vestast í vesturheiminum
22.10.2008 | 05:47
Í dag fór Elfa með mig til La Conner, bæjarins sem hún bjó í í tíu ár, en áður vorum við aðallega búnar að vera hér í Conway norðan við Seattle. Haustið hér um slóðir er einstaklega fallegt og gaman að koma á heimaslóðir Elfu seinustu 13 árin, sem sagt hér og í La Conner. Myndirnar af Elfu og landslaginu ættu að tala sínu máli.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þetta eru undarlegir dagar. Ungt fólk talar um að fara úr landi til þess að eiga framtíð fyrir sig og börnin sín. Falleg mynd af Elfu fyllir mig heimþrá, hvert sú heimþrá beinist veit ég eigi svo gjörla.
Hjúkrunarfólk í stofunni minni í gærkvöld sagði sögur af langveikum sjúklingum sem núna fá lyf til eins mánaðar í stað þriggja áður.
Einhvern veginn er tilfinningin sú að við lifum í miðjum Íslendingasögunum, Danir og Bretar taka okkur af lífi af því við lágum svo vel við höggi. Ráðamenn þjóðarinnar á Alþingi og í Seðlabankanum svo undarlega bernskir í viðhorfum. Flugvélarnar bera hingað menn utan úr heimi sem sem glotta eins og úlfurinn í Rauðhettu og bjóðast til að hjálpa þjóðinni. Reyndar væri gott að fá veð í auðlindum Íslendinga, svona rétt til málamynda segja gestirnir og píra augun til þess að sjá okkur betur. Sagan um Fróna frosk endurtekur sig í raunheimum.
Borghildur Anna 22.10.2008 kl. 10:50
Oh þetta er svo fallegt þarna. Við Halli höfum keyrt þvert og kruss um Washington fylki. Tróðum meðal annars upp á einum bar þarna í La Conner, hann á gítar og ég á munnhörpu :)
Ætli vinkona þín þekki þá ekki Skip, "vin" okkar frá La Conner sem við kynntumst á gigginu okkar .
Kv, Sx
Soffía Gísladóttir, 22.10.2008 kl. 11:42
Flott hjá þér þarna úti hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 13:30
Fallegar myndir af fallegu landslagi sem hæfir þessari enn fallegri og yndislegri konu vel. - Vonandi komust við H-bekkurinn, bekkjarsystkini hennar Elfu úr Leiklistarskólanum í langþráða heimsókn til hennar í ágúst 2009, eins og við áætluðum. - Og það sem ég hlakka til. - Kær kveðja til þín kæra bloggvinkona og þinna elskulegu vina Tom og Elfu frá mér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.10.2008 kl. 13:53
Það er sannalega gefandi að vear í svona fallegu umhverfi en sam thugsa ég auðvitað heim á svona tímum. Spyr Elfu um Skip þegar við vöknum betur.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.10.2008 kl. 17:04
Elfa heldur að hún þekki ,,Skip", það er að segja ef hann er tónlistarmaður.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.10.2008 kl. 02:20