Alltaf westar og westar ... á kúrekaball međ töskuna týnda (en núna fundna) og yndislegir endurfundir viđ Nínu, Annie og öll hin

Komst loks til Lubbock, Texas í gćr, međ ţví ađ hlaupa milli terminala í Dallas/Fort Worth, ţví miđur var taskan mín ekki eins hrađskreiđ og komst ţví ekki hingađ heim til Nínu fyrr en um hálf tvö í dag, sem reyndar var alveg frábćrt! Nína og Annie biđu eftir mér á flugvellinum, yndislegt ađ hitta ţćr! Viđ biđum eftir töskunni í tvo tíma, eftir nćsta flugi, en svo voru gerđar ráđstafanir til ţess ađ hún skilađi sér í dag, sem var ekkert sjálfgefiđ. Lubbock í Texas er í amk. tveggja tíma fjarlćgđ héđan frá Portales í New Mexíkó.

CIMG3462

 

 

 

Nína systir og Annie í gćrkvöldi, en í dag, sunnudag, héldum viđ upp á afmćliđ hennar Nínu, sem á í rauninni afmćli á morgun, 6. október, en sá dagur er kominn hjá ykkur hinum.

 

Beint úr kengúruhoppandi fluginu: Boston - Baltimore - Dallas/Fort Worth - Lubbock - (og landleiđina til Clovis) fór ég á kúrekaball ţar sem Andy, kćrastinn hennar Annie frćnku spilađi. Ţađ var líf og fjör ţar. Tók smá skot af Andy og hljómsveitinni hans, svolítiđ dökkt, en tónlistin stendur fyrir sínu.

Kúrekarnir voru flestir vel viđ aldur og héldu konunum sínum rummungstaki í fanginu, og ég tók myndir af nokkrum vel völdum. Fyrr en varir var ég komin út á dansgólfiđ, ýmist í félagi viđ okkur kvennsurnar sem tengdust hljómsveitinni, eđa í fanginu á kúrekum, sem stýrđu jafn skrautlega og yndislegu sveitakallarnir sem dönsuđu viđ mann á réttarböllunum í Fljótshlíđinni forđum.

CIMG3480


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Gaman hjá ţér ;)

Aprílrós, 6.10.2008 kl. 07:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband