Jamm, og svo er eg ekki að gleyma Biden og Palin

Horfði a seinni hlutann, eða liklega meginhlutann af varaforsetaprogramminu i sjonvarpinu. Biden var flottur og fjolmiðlar her eru allir a einu mali. Hins vegar virðast margir svekktir yfir að Palin skuli ekki hafa kluðrað sinum hluta, og eru að visa til fyrri viðtala við hana. Vildi bara tekka mig inn i malið, kannski mun eg eitthvað koma vid a kosningaskrifstofum Obama i New Mexico meðan eg verð til taks, fyrst Nina systir og Annie systurdottir min eru a fullu að vinna fyrir hann. Sjaum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið öfunda ég þig af því að vera komin til Boston. Það er líklega eini staðurinn í Bandaríkjunum þar sem ég bæti hugsað mér að dvelja til langframa. Svo bið ég að heilsa Nínu.

Fór á frumsýningu á Janis Joplin í Óperunni. Fyrst Ólafur Haukur kallar þetta handrit þá hlýt ég að vera kyrkislanga. Skelfilegt.

Svo skil ég ekki hvernig þeim tekst í þessari sýningu að gera Janis að útþynntri Madonnu, svo gerólíkir listamenn sem þær eru. Aftur og aftur misskilur nútíminn hippamenninguna, virðist halda að allt hafi gengið út á grófar hugmyndir um kynlíf þegar einmitt félagsleg meðvitund og heimspekilegar hugmyndir voru hjartað og lungun í hugmyndafræði hippanna.

Núna er ég geðvondur heimilisköttur sem strokið var öfugt.

Borghildur Anna 4.10.2008 kl. 03:38

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Spennandi að vera í návígi við forsetaframbjóðendur og en meira spennandi að geta farið á kosningaskrifstofu.

Verð að taka undir orð fyrri ræðumanns - fór á generalprufuna, algjört flopp en tónlistinn er frábær. Ég skil ekki hvað Ólafur er að gera þarna, hann sem er af hippakynslóðinni! Textinn, framburðurinn og leikurinn er ekki neitt.

Edda Agnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 06:43

3 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Aprílrós, 4.10.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Synd að það skuli ekki hafa tekist að gera Janis sýninguna áhugaverða, eins og efniviðurinn er merkilegur.

Boston var fín og ég skemmti mér vel. Núna er ég komin með Obama merki í barminn, Annie systurdóttir mín var að vinna fyrir Obama í dag,áður en við fórum út að borða.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.10.2008 kl. 01:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband