Andartaki áđur ... og eftir

Skrýtiđ ađ sjá svona eftir á eitthvađ sem mađur hefur orđiđ vitni af, án ţess ađ gera sér grein fyrir ţví.

Var ađ aka Suđurlandsbrautina frá Hallarmúla milli fjögur og fimm og ćtlađi ađ beygja niđur Reykjaveginn og sneiđa hjá mestu síđdegisumferđinni međ ţví ađ fara niđur á Sćbraut. Rétt áđur en beygjuljósin komu á kom hvellur og bylmingshögg á bílinn og ég sá ađ bíllinn á undan kipptist viđ. Ţegar viđ beygđum niđur Reykjaveginn var ţar allt í örsmáum glerbrotum á báđum akreinum og út á tún. Rauđur, óbrunninn bíll í maski á akreininni á móti međ manni inní, skelfingarsvipur á andliti, og hvítur lítill sendiferđabíll (vćntanlega björgunarmađurinn) líka eitthvađ laskađur, aftar, viđ hringtorgiđ, tvćr konur sýndist mér ađ koma úr enn öđrum bíl. Allt sást ţetta í sjónhendingu á međan viđ, nokkrir bílar, renndum framhjá, og eldur var alls ekki farinn ađ loga svo sćist frá okkar sjónarhorni.

Ţađ tók mig nokkurn tíma ađ fullvissa mig um ađ ţetta atvik vćri ţađ sama og ég sá sýnt frá í sjónvarpinu. Stađsetningin fer ekki á milli mála og vera kann ađ eldur hafi veriđ kominn upp ţá ţegar, en ég sá hvorki reyk né eld. Hins vegar var mér enn hálfbrugđiđ eftir kraftinn í sprengingunni og furđađi mig á ţví hvernig ţessi árekstur (sem ţetta virtist vera) hefđi orđiđ svona mikill og samt ađallega laskađ einn bíl. Og skelfingarsvipurinn á manninum í rauđa bílnum líđur mér seint úr minni, ţađ er guđsţakkarvert ađ mađurinn, sem ég býst viđ ađ hafi komiđ úr hvíta bílnum, var ţarna staddur ţví eldurinn hlýtur ađ hafa blossađ upp, af ţessum krafti sem myndirnar sýna, rétt eftir ađ viđ renndum hjá. Úff. Gott ađ allt fór vel.

En núna ćtla ég ađ reyna ađ koma mér aftur í bloggfrí, ţađ ćtlar ađ ganga svolítiđ illa ţegar svona mikiđ af stórtíđindum af mismunandi toga koma á sama degi.


mbl.is Gaskútur sprakk í bifreiđ - vegfarandi vann hetjudáđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Mađurinn vann mikla hetjudáđ ţegar hann bjargađi manninum úr logandi bílnum.

Linda litla, 30.9.2008 kl. 11:55

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég var einmitt ţarna um tíu metrum á undan á leiđ í kennslu í Laugum. Ţađ kom ţung höggbylgja og ég gerđi mér ekki grein fyrir hvađ var í gangi. Síđan var einn sem kom í tíma og keyrđi framhjá einhverri mínútu síđar sem sagđi mér ađ mađurinn hefđi veriđ fastur í bílnum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.9.2008 kl. 23:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband