Nei, nei, ábyggilega ekki krísufundur þótt formenn allra flokka séu boðaðir á fund klukkan ellefu á sunnudagskvöldi í Seðlabankann
29.9.2008 | 00:17
Vísir.is á heiður skilinn fyrir skjótan fréttaflutning (og Halldór vinur minn fyrir að hnippa í mig):
Formenn allra flokka á fundi í Seðlabankanum
Formenn allra flokka voru kallaðir á skyndifund í Seðlabankanum nú um ellefu leytið í kvöld. Ekki er vitað hvert tilefnið er en gera má ráð fyrir því að umræðuefnið sé efnahagskrísan sem nú dynur yfir landið.
Meira um málið á eftir
Þagnareiður um miðnæturfund
Fundi formanna stjórnmálaflokkanna í Seðlabankanum lauk nú rétt fyrir miðnætti. Menn voru fremur brúnaþungir en gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og bankastjórn Seðlabankans hafi gert grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í efnahagsmálum og hugsanlega boðað aðgerðir til að sporna gegn gjaldeyrisþurrð. ,,Ég vil ekkert segja," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sem mætti í fjarveru Guðjóns A. Kristjánssonar formanns Frjálslynda flokksins. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, tók í sama streng.
,,Þið fáið ekkert upp úr okkur," sagði hann. Áréttuðu þeir að þagnareiður gilti um fundarefnið.
Reiknað er með að ríkisstjórnin kynni aðgerðir sínar í fyrramálið.
MIKILL TRÚNAÐUR
Haft er eftir Steingrími J. á visir.is eða samræðurnar séu trúnaðarmál og smelli maður á fréttina þá kemur eftirfarandi upp (á slóð: http://www.visir.is/article/20080929/FRETTIR01/904060930) - tékkið áður en það er búið að laga þetta:
Username: | ||
Password: | ||
Ef þetta er ekki þrumutrúnaður þá veit ég ekki hvað er það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:44 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að allar óljósar fréttir um aðgerðir geti verið skaðræði við þessar aðstæður. Það virðist ekki mega anda þá sekkur krónan enn lengra. Þeir vilja örugglega koma í veg fyrir frekari árásir á krónuna. Ég geri ráð fyrir að það sé ástæðan fyrir því að sem minnst er sagt. ég er búin að vera að fylgjast með CNN SKY og BBC í dag og efnahagsmálin eru aðalfréttin á öllum fjölmiðlum. Nú síðast í kvöld var tilkynnt um eitt yfirvofandi bankagjaldþrotið enn í Bretlandi og yfirtöku á þeim banka til að bjarga sparifé viðskiptavinanna.
Anna Ólafsdóttir (anno) 29.9.2008 kl. 02:04
Þetta eru áframhaldandi rangar ákvarðanir, alla vega PR lega séð. Og það er dauðans alvara.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.9.2008 kl. 02:13
Kannski er veruleikinn bara verri en nokkuð sem við getum ímyndað okkur!
Ég giska á að þetta hafi eitthvað að gera með það sem Geir var að sýsla í Bandaríkjunum. Það þarf að láta formenn stjórnmálaflokkanna vita af... því sem er á seiði, líklega áður en markaðir opna á morgun en þeir eru hræddir um að eitthvað leki út. Þess vegna er beðið fram á síðustu stundu.
Vonandi snýst þetta "bara" um að einhver bankinn eigi ekki fyrir næstu mánaðamótum og að ríkið ætli sér að taka yfir einhverjar skuldbindingar. Vonandi eru þeir líka búnir að redda láni til að endurfjármagna.
Kannski er allt bara farið til fjandans...
Þetta á alveg eftir að fara með nætursvefninn.
Hans Haraldsson 29.9.2008 kl. 03:53
ARG.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 07:50
Hvenær fer evran yfir 150 kall? Í dag, ef þeir segja ekkert?
Villi Asgeirsson, 29.9.2008 kl. 08:34