... víxlarnir falla og blöđin detta

Ţađ er mikil hauststemmning í fréttum og á fjármálamörkuđum. Eftir ađ sólin hefur skiniđ á ţessum mörkuđum um allnokkurt skeiđ ţá er eins og haustgarrinn sé alveg tekinn yfir. Sumt af ţessu var fyrirsjáanlegt, annađ ekki. Hér heima var varađ viđ harđri lendingu ţegar stóriđjufylleríinu lyki, erlendis mátti víđa heyra viđvörunarraddir líka, mestmegnis fyrir daufum eyrum. Ţessar djúpu haustlćgđir í fjármálaheiminum eru, eins og hauslćgđirnar Gústav, Ike og afgangar ţeirra hér norđar, vísbending um ađ of mikill belgingur, ţenslan margumtalađa, getur valdiđ eyđileggingu.

Einhvern tíma í vor vitnađi ég í Tómas Guđmundsson, Reykjavíkurskáldiđ sem menn vilja endilega ađ sláist í hóp međ ,,styttum bćjarins, sem enginn nennir ađ horfa á". Í vor var hćgt ađ segja:

Í nótt hefur voriđ veriđ á ferli

og voriđ ţađ er ekk' af baki dottiđ

ţví áđur en fólk kom á fćtur í morgun

var fyrsta grasiđ úr jörđunni sprottiđ.

Ţá hélt ég framhaldinu vísvitandi leyndu, ţótt ég viti svo sem ađ margir ţekkja ţađ jafn vel og ég. En ţađ hljómar svona (ţađ er niđurlag ljóđsins - eftir minni):

En sumir halda ađ hausti aftur

ţá hćtta víst telpur og grös ađ spretta

og mennirnir verđa vondir ađ nýju

ţví víxlarnir falla og blöđin detta.


mbl.is Hlutabréf lćkka á ný
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţessi vísdómur Tómasar er eins og saminn um ástandiđ í dag.

Anna Ólafsdóttir (anno) 17.9.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Einmitt, nafna. Verst ađ ljóđiđ var ekki lengra, ţađ hefđi veriđ fínt ađ fá smá huggun í lokin ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2008 kl. 22:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband