19 stiga hiti í dag á Tjörnesi - enn er von!

Haustið er greinilega ekki skollið á um allt land. Í dag var sem sagt skínandi sól og 19 stiga hiti á Tjörnesi og reyndar nánast sama veður á Akureyri, til hamingju með það nafna og Malla! Það gerir mig reyndar undarlega glaða. Einhvern veginn ekki alveg sátt við þetta haustlega veður sem hefur verið að berja á okkur, þótt ég fagni þeim hlýindum sem hafa verið, lítið þol fyrir hálku og garra hérna megin. En sem sagt, þótt eitthvað hafi smávegis blásið á Tjörnesinu og nærsveitum, þá er þetta góða haust norðaustanlands bara gott og eflaust sárabót eftir rakara sumar þar en hér suðvestanlands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt ;)

Aprílrós, 18.9.2008 kl. 00:11

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sem einstakur aðdáandi Bretlands þá skal ég alveg unna þeim þess að taka við svona eins og einni lægð fyrir þarlenda, en þetta má ekki fara að vera kækur, samt!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.9.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

haha...............Húsvíkingurinn ég get sagt þér að 19 stigin í sept eru bara venjuleg

fór reyndar í rúm 20  á einhverjum stöðum

Hólmdís Hjartardóttir, 18.9.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Bara yndislegt!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.9.2008 kl. 03:41

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og til að undirstrika andstæðurnar heyrði ég í útvarpinu í morgun að í nótt hefði gránað í hlíðunum í Hlíðarfjalli!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.9.2008 kl. 14:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband