Skínandi silfur og það sem best er: Strákarnir okkar farnir að brosa aftur! Til hamingju öll!

Við vissum alltaf að þessi leikur yrði erfiður og hann varð það. Eina sem mögulega hefði getað skyggt á daginn var ef við hefðum ekki fengið að sjá strákana okkar brosa í dag. En brosið kom á verðlaunaathendingunni og líklega er að renna upp fyrir þeim hvaða afrek þeir hafa unnið. Glæsilegur árangur og ekkert annað um það að segja. Ekkert skrýtið að þessi árangur veki heimsathygli og ánægjulegt að það sem mesta athygli vekur sé hugarfarið og liðsheildin.


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var viss um að Frakkar myndu vinna gullið enda gríðarlega sterkt lið, Er virkilega stolt af þessum árangri íslensku strákanna enda ekki ástæða til annars. Þeir hafa sko ástæðu til að brosa breitt.

Þórhildur 24.8.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: MYR

frábær árangur :):) ekkert smá hreikin af því að vera Íslendingur í dag eins og alltaf ,en kanski extra mikið i dag þó svo að ég hafi ekki græna glóru um handbolta ,er úr Reykjanesbæ :) þá er þetta frábært

MYR, 24.8.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: Aprílrós

Strákarnir stóðu sig með prýði og allir mega vera stoltir af þeim og stoltastir meiga þeir sjálfir vera,. Ég horfði ekki á handboltann , engan leik, einfaldlega afþví ég hef ekki áhuga, en hef heyrt hvernig þeim hefur gengið og allt það. Og uðvitað er ég stolt af okkar strákum að berjast fyrir okkar hönd.

Aprílrós, 24.8.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Flottur frasi sem mér finnst að ætti að fara á boli og er kominn á kreik núna: Silver is the new gold! Þetta silfur er gulls ígildi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2008 kl. 23:40

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband