Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 575852
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 119
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Menning og þýðingarvilla, ættingjar og pest
23.8.2008 | 22:20
Lítið fer fyrir menningu hér á bæ á þessari menningarnótt (sem er reyndar þýðingarvilla úr skandinavísku, efitr því sem ég best veit og byrjaði rosalega vel á því að allt var opið og skemmtilegt fram til fjögur eða fimm að morgni, eða þar til einhver áttaði sig á því að kulturnat er menningarKVÖLD).
Ég er sem sagt lögst í pestina sem ég hélt að ég hefði sofið úr mér í gær. Það var smá misskilningur. Í dag var ég þó svo brött að ég skrapp á ættarmót í ausandi rigningu á Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit býst ég við. Sem betur fór höfðum við aðstöðu inni, því mæting var rosalega góð. En þegar leið að afmæli sem við Ari ætluðum í var ég orðin æði framlág og ákvað að dreifa eymd minni ekkert frekar heldur kúra og reyna enn að koma þessari ,,bíp" pest af mér.
En ég ætla, eins og allir aðrir á Íslandi, að vakna í fyrramálið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Athugasemdir
Takk fyrir daginn frænka. Gaman að sjá ykkur öll (fyndið samt hvað maður sest alltaf hjá sínum (náttl. að skyldu kossinum loknum), borðar með sínum og fer svo með sínum) Yndislegt þó að sjá svo marga í þessari "pípandi" rigningu.
Vona svo að þú hressist fljótt og vel
Með kveðjum úr Borgarfirðinum
Olla
Ólöf María Brynjarsdóttir, 23.8.2008 kl. 22:55
Góðan bata . ;)
Aprílrós, 23.8.2008 kl. 23:43
Takk sömuleiðis, Olla, og takk allar. Og svo hugsum við allar eitthvað rosalega fallegt í fyrramálið!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2008 kl. 00:46
Vona samt að þú hressist fljótt og getir notið þess að horfa á leikinn í fyrramálið.
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.8.2008 kl. 03:24
Góðan bata, ég vona að þér slái ekki niður vegna gengis strákanna okkar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.8.2008 kl. 08:56
Takk, takk, mér líður vel út af strákunum okkar, þetta var bara erfiður leikur og Frakkar búnir að fara miklu auðveldari leið í þennan úrslitaleik, en þeir áttu sigurinn alveg skilinn. Hins vegar eru strákarnir okkar auðvitað langbestir og ég er svo fegin að vera farin að sjá þá brosa aftur. Það má ekkert skyggja á gleði þeirra núna, nýta metnaðinn á uppbyggilegan hátt, það er lagið!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.8.2008 kl. 10:16