Dagur á 100 km hraða (nei ekki Dagur Eggertsson heldur dagurinn í gær)

Dagurinn í gær var þokkalega yfirbókaður hér á bæ. Þegar upp var staðað voru nokkur atriði sem frestuðust, meðal annars viðtöl og myndataka, en önnur komu inn í staðinn. Var að sækja mömmu í flug um miðjan daginn, og það var þungamiðja dagsins og atvikin höguðu því þannig að við vorum að stússast saman fram á kvöld og Hanna bættist í hópinn þegar á leið. Alltaf gott að vera saman, en auðvitað vill maður aldrei að neitt komi uppá í tilverunni, en þetta var bara ekkert sem nein okkar gat gert neitt við og þannig er lífið stundum. Aðalatriðið var að þegar kvöldaði gat mamma loksins komist í ró og næði eftir ferðina og Hanna hentist á fundinn sinn, en vinkonur mínar, sem voru væntanlegar til mín um kvöldið voru í símtalsfjarlægð og við þurftum ekki að aflýsa kvöldin, heldur bara að seinka því (talsvert). Ljúft og gott að sitja og kjafta við vinkonurnar sem maður hittir allt of sjaldan, og það fram á rauða nótt. En þessi dagur í gær var svona ,,allt er gott sem endar eins vel og hægt er miðað við aðstæður"-dagur. Og nýr dagur má alveg vera aðeins friðsælli mín vegna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vertu í rónni í dag Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:33

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband