Vil ekki sleppa hendinni af sumrinu - ekki enn - Óskar og Sjallarnir boða vetrarkomu

Sólin er að brjótast fram af og til hérna í Borgarfirðinum. Vindsængin sem hefur verið úti á palli lengst af sumri var undir þaki hér á pallinum í nótt svo og stólarnir á veröndinni. En í stað lóðréttu rigningarinnar sem hefur kætt gróðurinn af og til var hér slagveðursrigning hér í morgun meðan ég svaf svefni hinna réttlátu. Vindsæng og stólar eru í þurrkun. Sem betur fer er hlýindaspá framundan. Enn nokkrar fínstillingar eftir í málningavinnu heima á Álftanesi, en ég skóf einn glugga áður en ég fór í sveitina í gærmorgun. Þetta hefur verið svo gott sumar að ég óska mér alla vega sex vikna í viðbót af því og helst milds vetrar, óska eftir samherjum í að biðja um þetta góða veður áfram.

Nú er búið að staðfesta breytingar á stjórn borgarinnar, þannig að sveitaballahljómsveitin Óskar og Sjallarnir er að taka við. Svolítill garri í því og boðar ótímabæra vetrarkomu, þótt ekki sakni ég Ólafs nema að einu leyti, í húsaverndun. Dv.is segir Ólaf einan heima. Eina sem ég hefði sætt mig við væri endurkoma Tjarnakvartettsins, með Margréti innanborðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nærri því skælandi yfir nýjum meirihluta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ef Ólafur hefði viðurkennt tap sitt og hleypt Mragréti að þá værum við kannski að sjá Tjarnarkvartettinn spila og syngja. En nei, svo er ekki.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sæl Anna, og takk fyrir síðast (þrítugsafmæli Gurríar).  Ólafur vildi Tjarnarkvartett, sjá www.mbl.is.  Margrét er því miður eyland í pólitík, frjálslyndir vilja ekkert af henni vita, og óháðir ekki heldur.  Hitt er svo annað, sagt er að bláa höndin í Seðlabankanum beri alla ábyrgð á þessu.....

Sigríður Jósefsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband