Dýrđardagur í mörgum sveitarfélögum - og enn eru 27 gráđur á útimćlinn (sem er í skuggsćlu umhverfi)
30.7.2008 | 19:52
Ţetta er búinn ađ vera ótrúlegur dýrđardagur. Vaknađi viđ sól og blíđu og klárađi svefninn úti á vindsćng (eftir ađ hafa unniđ fram á nótt). Dró tölvuna út á pall undir hádegiđ og vann í sólarsćlunni ţar til Gunna vinkona kom ađ norđan úr Austur-Húnavatnssýslu. viđ fengum okkur í svanginn en svo var haldiđ í leiđangur dagsins til ađ sćkja ömmu hennar Katarínu, tengdadóttur Gunnu í flug. Viđ vorum búnar ađ ákveđa ađ fá okkur kaffi á leiđinni á Súfistanum í Hafnarfirđi og ţar sátum viđ hálftíma lengur en viđ höfđum ćtlađ í steikarblíđu úti (auđvitađ) vegna seinkunnar á flugi frá Frankfurt. Amman, sem er 84 eđa 87 ára (munum hvorug hvort er) vippađi sér eins og unglingur úr tollinum og í bankann ađ skipta pening og svo ókum viđ hingađ upp í bústađ og eyddum smá stund hér, áđur en ţćr héldu áfram norđur í land. Klukkan var orđin hálf átta núna í kvöld og hitinn enn í 27 gráđum ţegar ţćr lögđu í hann, en sem betur fór hafđi ţokunni létt, sem hafđi hvílt yfir langmestri leiđinni ađ norđan ţegar Gunna kom til mín hingađ í Borgarfjörđinn. Tímasetningar eru knappar, ţví í nótt leggja Guđmundur og Katarína af stađ suđur og snemma í fyrramáliđ í frí til Tyrklands, en amman er međal annars ađ koma til ađ hjálpa til viđ ađ passa Elísabetu litlu, sem er orđin ansi dugleg ađ hreyfa sig.
Á morgun er frábćr spá hér í Borgarfirđinum en aftur á móti á ađ fara ađ rigna í bćnum, ţannig ađ ég hugsa ađ ég verđi hér áfram fram á kvöld alla vega, kannski lengur. Á međan ekki er málningaspá (spár hafa reyndar ekki alltaf gengiđ eftir ţessa dagana og miklu betra veđur en lofađ hefur veriđ). Ég er gjörn á ađ kalla hitamćlinn í Hafnarfirđi bjartsýnismćli en ţennan í Mosó grobbmćli, en sá síđarnefndi sýndi 31 gráđu upp úr sex í dag!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:21 | Facebook
Athugasemdir
Ţessi dagur hefur veriđ alveg međ ólíkindum og margir sem betur fer notiđ veđurblíđunnar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.7.2008 kl. 23:56