Tíu daga hestaferð lauk í Gljúfraborg

Skemmtilegur endir á hestaferðinni hans Ara, seinustu þremenningarnir í ferðinni síbreytilegu, sem fóru lokaáfangann um Jafnaskarð, enduðu ferðina hér hjá mér í Gljúfraborg í kaffi, sem var auðvitað CIMG2948alveg æðislegt. Þau riðu yfir Gljúfurá á gömlu brúnni hér fyrir neðan og svo voru hestarnir settir í aðhald hér við endann á pallinum, seinni hópurinn er hér enn þegar þetta er skrifað en verður sóttur á eftir. Við Ari skruppum upp að Hreðavatni, þar var bíllinn og hestakerran, á meðan sendum við stelpurnar, Steinu og Karen, í pottinn, nema hvað!

Þegar fjölmennast var voru tíu manns í ferðinni, en seinustu daga hefur hópurinn verið að þynnast, enda var mislangur tími tekinn frá fyrir ferðina eftir því hversu mikil frí fólk hafði. Þau Karen, Ari og Steina hafa verið með allan tímann og sumir hættu ekki fyrr en í gær eða snemma dags í dag, þannig að þetta hefur verið mikið úthald fyrir alla. Veðrið lék við mannskapinn um miðbik ferðarinnar, en byrjaði og endaði í rigningu, að vísu voru ekki nema nokkrir dropar sem náðu þeim seinustu í dag.

CIMG2938

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2947

 

 

En hér í Gljúfraborg er greinilega alveg réttur staður fyrir hestana, og ég set hér með nokkrar myndir af líðandi stundu inn í bloggið til áréttingar.

 

 

 

CIMG2937

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gáman að þessu, ég hef einu sinni farið í hestaferð, þegar ég var unglingur á svæðið þar sem verið er að gera tilraunaboranir fyrir fyrirhugað álver á Húsavík..það væri synd að virkja það svæði..en í dag er ég ekkert á hestum...ég var í 5 daga í þeirri ferð og alveg búin er heim kom, dáist að fólki sem getur verið í svona ferðum í 10 daga....rosalega erfitt. 

alva 21.7.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Við A.K.Æ. eigum það sameiginlegt að hafa verið í hestamennsku sem unglingar, það var mjög gaman, en fyrir mitt leyti þá lauk hestamennsku minni formlega með hryggbroti (ofmetnaðist og valt af baki við illan leik). En þegar maður sér sælusvipinn á hestafólkinu í kringum sig þá er það alveg nógu mikil ánægja. Við erum líka sammála þessu með að það þurfti að fara varlega við frekari virkjanir og mér finnst það einkum vandamál ef við förum að vera svona rosalega háð álframleiðslu heimsins og þeim fyrirtækjum sem fyrir henni standa. Mér finnst að við eigum að eyða okkar dýrmætu orku í önnur og metnaðarfyllri verkefni og alls ekki að rasa um ráð fram í virkjunarhraða.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.7.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: MYR

ég hef nú bara einusinni farið á hesbak og það var í svona röð í skorradalnum læt vera að ég hafi fengið einhveja dellu en finst þetta samt eithvað svo fallegt að sjá annað fólk á hestum það er mikið um 'islenska hesta hér í nágrennin hjá okkur í Linz og mikill áhugi fyrir Islenskum hestum það sem ég kemst næst hestamensku er að ég var að spá í að fara að prjóna á þá peysur :):) sá uppskrift af svoleiðis í laði er er bara hrinlega að deyja úr forvitna að sjá hvernig þetta lítur út svona life :)

MYR, 21.7.2008 kl. 21:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband