Ljúft veđur, smá dugnađur og annađ skemmtilegt
19.7.2008 | 15:52
Eftir ágćta vinnurispu seinni partinn í gćr og í gćrkvöldi tók ég letimorgun í sólinni, eins og ég geri gjarnan hér uppi í bústađ, en svo allt í einu sá ég ađ viđ svo búiđ mátti ekki standa og dreif í ađ vökva tré og blágresisvesalinginn sem ég tók upp úr garđinum heima og setti niđur hér, ţetta er önnur tilraun til ađ koma upp blágresisbrekku hér bakviđ bústađinn og vonandi tekst ţessi. Ţegar ég var komin međ slönguna í hendi og vígaleg í gúmmístígvélum fannst mér nćst tilvaliđ ađ bera á einn ţyrstan vegg tćpan ţriđjung af pallinum okkar, ţađ er ađ segja ţeim efri. Ţetta var bara stórskemmtilegt trimm og manni líđur afskaplega vel í skrokknum eftir svona ćvintýri. Held ég skelli mér bara í pottinn eftir ţetta, ţađ gćti ađ vísu orđiđ til ađ flýta ferđ hestamannanna í Fornahvamm (lógískt ađ Ari hringi ţegar ég er komin í pottinn, ekki satt?). En ţá er bara ađ fara uppúr, ţurrka sér og sćkja mannskapinn ef međ ţarf. Og svo er ég líka búin ađ forgangsrađa vinnunni nćstu tvo daga, og ţađ er alltaf ágćtt mál.
Athugasemdir
Mikiđ vćri gaman ađ vera hjá ţér ţarna í paradísinni í Borgarfirđi. Ţađ vćri alveg dćmigert ađ fá símtal eđa heimsókn staddur ofan í heita pottinum.
Knús og kveđjur í sveitina.
Guđríđur Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 16:00
Ari hringdi fljótlega eftir ađ ég var sest í pottinn, auđvitađ, en ekki til ađ láta sćkja sig, sem betur fór. Ţetta er sko ekki eina símtaliđ sem ég hef tekiđ á móti í pottinum, en ef ég má vera kyrr í honum á međan er ţađ besta mál.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.7.2008 kl. 16:55