Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Hestamenn á heimleið
18.7.2008 | 21:24
Þá eru nú hestamennirnir, Ari minn, Bjössi mágur hans og fleiri sem tengjast bæði Borgarfirði og Álftanesi, á heimleið, ríða gamla leið yfir Holtavörðuheiði og niður í Fornahvamm á morgun. Símasamband hefur verið frekar stopult í ferðinni en seinustu daga hef ég þó heyrt í þeim. Það verður gaman að fá Ara hingað í bústaðinn, en hann verður hér næstu nætur meðan verið er að koma hestunum í sumarhagana sína. Enn eru þau fyrir norðan og hafa fengið alls konar veður. Ferðaáætlun hefur riðlast gersamlega vegna veðurs og vatnavaxta en þau reyna kannski aftur að ári. Svona ferðir eru alltaf ævintýri, ég hef elt hestamenn í nokkrum slíkum og alltaf gaman að ferðast um landið. En sannast sagna hefur veðurblíðan hér á Vesturlandinu togað meira en ferðir norður, svona hingað til alla vega en ég hef haldið því opnu að skreppa norður og hitta hópinn, en frekar sátt við að á það reyndi ekki.
Flokkur: Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »