Jú, Borgarfjörðurinn beið mín bjartur og fagur

Skrapp úr Borgarfirðinum um miðjan dag á þriðjudag en kom hingað aftur upp úr hádegi í dag, áður en þunga umferðin brast á, Ari var seinna á ferð og fékk smá skammt af ferðaumferðinni. Hlýr og góður dagur, gestaboð hér í sveitinni á morgun (í tilefni útskriftarinna, sumarsins og bara til að njóta þess að vera til).

Fann rosalega fallegan bekk á góðu verði í Húsasmiðjunni og hlakka til þegar við gefum okkur tíma til að setja hann saman. Hann kom í flötum pakka og verðið eftir því, alveg frábært, held að hann muni passa vel hér í þessu umhverfi. Annars verða smíðaðar tröppur hér í fyrramálið en Ari er reyndar í útreiðatúr í augnablikinu. Best að fara að smyrja smá bakkelsi fyrir morgundaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddrún

Til hamingju með útskriftina Anna mín og hafðu það yndislega gott í sveitasælunni

Oddrún , 5.7.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Oddrún mín, jú, ég hef það alveg yndislegt hér, og er komin með öfluga hátalara við ipod-inn minn þannig að þegar ég er ekki í því að fíla kyrrðina (sem er reyndar oft og einmitt núna) þá get ég sett Stones í botn án þess að stilla upp stórum græjum hér í bústaðnum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.7.2008 kl. 21:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband