Einstakur maður í mikilvægu hlutverki

Jose Ramos Horta er sannarlega vel að því hlutverki kominn sem honum hefur nú verið falið. Hann vann ötullega að því hjá Sameinuðu þjóðunum að land hans fengi sjálfstæði og gat sér sérstaklega gott orð í því hlutverki, sem lyktaði með sigri. Hann þekkir vel hve hættuleg baráttan fyrir mannréttindum er, raunverulega á eigin skinni þegar hann slapp naumlega frá morðtilræði í febrúar síðastliðnum, en hann heldur reisn og hugrekki engu að síður. Vel til funidð hjá Sameinuðu þjóðunum og maður sem ekki mun bregðast hlutverki sínu.
mbl.is Forseti A-Tímor verður mannréttindaeftirlitsmaður SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Tek undir þetta með þér

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 27.6.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Held að þarna hafi Sameinuðu þjóðirnar fengið öflugan málsvara og vonandi verður þessi staða í leiðinni einhver vernd fyrir Horta.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.6.2008 kl. 01:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband