Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Íslensk sól
25.6.2008 | 10:48
Sólin er óneitanlega notaleg og nóg af henni hérna á suðvesturhorni landsins. En mér finnst kalt! Kannski af því ég hef ekki fundið mér skjólsælt horn heldur reynt að vera að stússa þegar ég er úti, sem reyndar hefur verið takmarkað. Þarf að finna leið til að bæta ráð mitt í þessum efnum, fyrst ég er með sveigjanlegan vinnutíma, minn eigin. Sólin er vissulega sú sama alls staðar á jörðinni en samt eigum við þetta indæla hugtak ,,íslensk sól" sem merkir oftast að hún skíni skærar og sé sterkari hér en víðast hvar annars staðar. Á meðan ég fékkst við útvarpsþáttagerð stóðst ég ekki mátið og kallaði einn þáttinn minn einmitt: ,,Íslensk sól" þar sem ég skoðaði fullt af ljóðum, söngvum og prósum um sólina, af nógu var að taka. Eflaust eru flestir þessir þættir glataðir núna, en það væri kannski gaman að endurtaka leikinn einhvern tíma ;-)
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Mikið er gaman að fá kveðju úr Stafneshverfinu og ég held það sé að fara að rigna núna seinni partinn, svona rétt fyrir gróðurinn. Og útvarpið, æjá, það væri gaman að taka smá rispu í útvarpi við tækifæri.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.6.2008 kl. 14:35