Uppsagnir alltaf áhyggjuefni

Þótt atvinnuöryggi starfsfólks í flugþjónustu hafi jafnan verið minna en annarra og litið á það sem hvert annað hundsbit, þá eru þær uppsagnir sem orðið hafa nú samt ákveðið áhyggjuefni. Staðan á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einkennilega sveiflukennd undanfarin ár, mikil uframeftirspurn eftir vinnuafli í nokkur ár með innflutningi fólks (kann betur við að líta á þá sem flust hafa hingað til lands í leit að vinnu sem fólk en vinnuafl) og núna þessi snarpa niðursveifla í kjölfar þenslu-timburmannanna. Uppsagnir Icelandair eru þó öðrum fremur hluti af alþjóðlegum samdrætti í flugi eftir að eldsneytisverð fór á flug. Vonandi tekst að tryggja sem flestum vinnu því atvinnuleysi er ekki gott fyrir nokkra manneskju.
mbl.is Rúmlega fjórðungi sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Velkomin heim

Vilborg G. Hansen, 24.6.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, maður er fljótt farinn að vera ekta Íslendingur kominn heim, farin að fylgjast með ÖLLUM fréttum, strax, ekki bara að taka skammtinn 1x-2svar á dag.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.6.2008 kl. 01:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband