Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Endurvinnsluæði
23.6.2008 | 11:51
Skrýtið að koma heim. Þegar ég fór hafði ég verið í stanslausri keyrslu í margar vikur, ef ekki mánuði. Svo nokkrum klukkutímum eftir að þeirri keyrslu lauk var ég komin upp í flugvél og farin til Ungverjalands í ferð sem tók 23 daga og um leið og ég kom heim fór ég upp i sumarbústað (eftir nokkurra klukkutíma svefn). Núna þegar ég er allt í einu komin heim þá sé ég að ýmislegt hefur setið á hakanum og margt má fara í endurvinnslu. Byrjaði á að ráðast á fataskápa og búin að fylla 2 poka sem mega fara til Hjálpræðishersins og vonandi munu einhverjir njóta gömlu fatanna minna. Á nokkur erindi í bæinn, meðal annars að sækja útskriftarskírteinið mitt, sem er bara skemmtileg skylda. Svo vona ég að mér endist móðurinn og hendi þeim pappír sem ekki er hægt að endurnýta hér heima út í gám með kvöldinu. Það er gagnlegt að fara aðeins frá, þá sér maður svo vel hvað má laga og af nógu að taka á heimili á nettu byggingastigi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Velkomin heim.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 12:55
Ég þarf einmitt að fara í gegnum skápana á mínu heimili, það fer svo allt í mæðrastyrksnefnd. Maður þarf að fara reglulega yfir þessa skápa, ótrúlegt hvað maður getur átt mikið af fötum.
Linda litla, 23.6.2008 kl. 14:59
Hæ, takk já. Fyrst að taka fríið, auðvitað, hitt hleypur ekkif rá manni. Fyrsti skammturinn farinn í endurvinnsluna (Hjálpræðisherinn í þessu tilfelli) en nú er bara að halda áfram, annars stoppaði ég lengi hjá mömmu í sólinni og seinna inni, hún reyndist luma á góðum heimildum fyrir Álftaness söguna og auk þess býr hún yfir ákveðnum fróðleik um ákveðin atriði sem ég þarf að vita. Svo þarf ég að enda daginn með því að fara að senda tölvupósta hingað og þangað.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.6.2008 kl. 22:29