Endurvinnsluæði

Skrýtið að koma heim. Þegar ég fór hafði ég verið í stanslausri keyrslu í margar vikur, ef ekki mánuði. Svo nokkrum klukkutímum eftir að þeirri keyrslu lauk var ég komin upp í flugvél og farin til Ungverjalands í ferð sem tók 23 daga og um leið og ég kom heim fór ég upp i sumarbústað (eftir nokkurra klukkutíma svefn). Núna þegar ég er allt í einu komin heim þá sé ég að ýmislegt hefur setið á hakanum og margt má fara í endurvinnslu. Byrjaði á að ráðast á fataskápa og búin að fylla 2 poka sem mega fara til Hjálpræðishersins og vonandi munu einhverjir njóta gömlu fatanna minna. Á nokkur erindi í bæinn, meðal annars að sækja útskriftarskírteinið mitt, sem er bara skemmtileg skylda. Svo vona ég að mér endist móðurinn og hendi þeim pappír sem ekki er hægt að endurnýta hér heima út í gám með kvöldinu. Það er gagnlegt að fara aðeins frá, þá sér maður svo vel hvað má laga og af nógu að taka á heimili á nettu byggingastigi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkomin heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Linda litla

Ég þarf einmitt að fara í gegnum skápana á mínu heimili, það fer svo allt í mæðrastyrksnefnd. Maður þarf að fara reglulega yfir þessa skápa, ótrúlegt hvað maður getur átt mikið af fötum.

Linda litla, 23.6.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ, takk já. Fyrst að taka fríið, auðvitað, hitt hleypur ekkif rá manni. Fyrsti skammturinn farinn í endurvinnsluna (Hjálpræðisherinn í þessu tilfelli) en nú er bara að halda áfram, annars stoppaði ég lengi hjá mömmu í sólinni og seinna inni, hún reyndist luma á góðum heimildum fyrir Álftaness söguna og auk þess býr hún yfir ákveðnum fróðleik um ákveðin atriði sem ég þarf að vita. Svo þarf ég að enda daginn með því að fara að senda tölvupósta hingað og þangað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.6.2008 kl. 22:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband