Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 152
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 118
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Allt í lagi í Reykjavík?
26.5.2008 | 14:58
Fyrir mörgum áratugum kom út spennusagan: Allt í lagi í Reykjavík eftir Ólaf við Faxafen, sem var dulnefni Ólafs Friðrikssonar. Titillinn reyndist argasta kaldhæðni, eins og vænta mátti. Mér finnst merkilegt að Íslendingar skuli vera í meiri afneitun en aðrir varðandi áhrif loftslagsbreytinga. Hækkun sjávarstöðu er eitt af því sem við gætum þurft að glíma við í náinni framtíð og þar sem veður eru oft nokkuð válynd á þessum slóðum gæti verið erfiðara að verja byggð sem stendur lágt hér á landi en í sumum löndum þar sem byggð er varin með varnargörðum. Hins vegar er huggulegt af Gallup að reyna að réttlæta þessa afstöðu okkar til að við töpum ekki alveg andlitið í alþjóðasamfélaginu, en eigum við ekki að sjá um það sjálf?
Hlýnun ekki ógn á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Það var spurt hvort menn óttist alvarleg áhrif hlýnunar í þeirra heimahögum en ekki um alla jörð. Jákvæð áhrif hlýnunar á Íslandi eru auðvitað yfirgnæfandi. Það hélt ég að allir ættu að vita sem búa hér og hafa minnstu tilfinningu fyrir veðurfari landsins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.5.2008 kl. 15:28
Hækkun sjávarstöðu er það atriði sem Íslendingar ættu að hafa áhyggjur af, þess vegna nefni ég það til sögunnar, og þá er ég einmitt að tala um Ísland, meira að segja einmitt Reykjavík, Kvosina.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.5.2008 kl. 15:42
Þá má fyllilega reikna með vaxandi eldvirkni með bráðnun jökla og minnkandi þrýsting þunga þeirra á jarðskorpuna sem er örþunn hér á landi. Á tertíer tímanum, þ.e. fyrir ísöld var eldvirkni mjög mikil á Íslandi og landið hlóðst að mestu upp.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 26.5.2008 kl. 15:51
Einmitt, Day after Tomorrow .. mæli með því að fólk horfi á þá mynd hún er reyndar svolítið ýkt held ég upp á hve langan tíma þetta tekur en samt áhugavert.
Skipta á smá hlýindum í ~10 ár fyrir einhverja áratugi í ísöld ... nei takk :)
Kv.
GKA 26.5.2008 kl. 16:11
Nákvæmlega. Það sem mun gerast er að Golf straumurinn (sem gerir það að verkum að það sé hægt að búa á íslandi) mun færast til og ekki er það gott? Einnig munu ekki bara jöklar á Íslandi bráðna heldur Grænlandi líka og það mun vera aðalvandmálið fyrir okkur!
Hvernig stendur á því að Íslendingar viti þetta ekki?
D 26.5.2008 kl. 16:13
Hæð sjávarmáls er ekki það sem þarf að hafa áhyggjur af, því að IPCC- nefndin og langflestir sem um málið fjalla eru á því að það breytingaferli tekur hundruð ára að snúast. Sama hvað við gerum, þá mun sjávarmál hækka smám saman, Ísland rifna í sundur og byggjast upp af eldgosum, jöklar líklega hopa, Golfstraumurinn sveiflast til aðrar stórar sveiflur eiga sér stað, þar sem við stöndum eins og Demosþenes og þrumum ræður í átt að briminu.
Ef við missum aftur á móti hæfileikann til þess að aðlagast fljótt breytingum, þá erum við í hættu.
Ívar Pálsson, 26.5.2008 kl. 16:37
Ástæðan fyrir því að jafnvel smá hækkun sjávarborðs er áhyggjuefni fyrir okkur Íslendinga, eflaust er það svo víðar, er að hér er talsvert landsig á suðvesturhorninu að minnsta kosti. Ofan á það bætist sjávarágangur, sem er meiri hér en víða annars staðar.
Aukin eldvirkni er annað sem ég hef minna lesið um en heyrt smálega af og held að vert sé að gefa gaum. Breyting hafstrauma vegna aukins ferskvatns í kjölfar bráðnunar jökla er eitt af því sem við fáum mjög misvísandi upplýsingar um, held reyndar að það sé ekki búið að fá nógu góða yfirsýn yfir það hver áhrifin verða, en man eftir ráðstefnu á árunum 1990-1995 þegar ég heyrði fyrst um að það gæti KÓLNAÐ á Íslandi í kjölfar hlýnunarinnar, sem augljóslega er staðreynd, og það fór hrollur um mig.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.5.2008 kl. 16:52
Hvernig er það, er flestu fólki alveg fyrirmunað að fara rétt með eða hvað? Samkvæmt fréttinni var ekki spurt um áhyggjur til framtíðar þó svo að flestir sem um þetta fjalla virðist líta svo á. Á hinn bóginn var spurt um hvort menn teldu að hlýnun hefði haft alvarlegar afleiðingar (nú þegar) á þeirra heimaslóð. Persónulega er ég undrandi á að nokkur Íslendingur skuli hafa tekið undir þetta. Hvaða alvarlegar afleiðingar hefur hlýnun á jörðinni haft nú þegar hér á landi? Nákvæmlega engar.
Hitt er svo allt önnur saga hvað orðið gæti við verstu hugsanlegu aðstæður í einhverri framtíð og hvort menn hafi áhyggjur af því. Um það var bara alls ekki spurt. Ef báðar þessar spurningar væru lagðar samtímis fyrir sama fólkið, þá væri ekkert ósamræmi í því að fá 100% nei við þeirri fyrri og 100% já við þeirri seinni. Svo gjörólík eru spursmálin (já, reyndar er það nú ekki hrósverð íslenska, en ég læt það róa...)
sleggjudómarinn 27.5.2008 kl. 00:21
Þessi ábending sleggjudómarans er rétt, spurt var hvort menn teldu að hlýnun hefði haft skaðvanlegar afleiðingar nú þegar á þeirra heimaslóðum. Hvar eru þær slæmu afleiðingar sem komið hafa fram hér á landi? Hvað sjávarstöðubreytingar svona næstu hundrað ár telur íslenska vísindanefndin í skýrslu árið 2000 að þær séu ekkert sérstakt vandamál. Svo held ég að ég nái því ansi vel að loftslag hér sé hlýrra en á flestum tilsvarandi breiddargráðum þó Jón Borgþór efist um að ég viti þetta. Ég held ég nái veðurfarsstaðreyndum nokkuð vel almennt talað eins og bloggsíðan mín er til vitnis um. Svo eru menn hættir að hafa áhyggjur af því að Golfstraumurinn muni breyta sér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.5.2008 kl. 09:16