Til hvers er best að nota fallega sumardaga?

Fallegur sumardagur og sunnudagur, sem merkir að það er hægt að velja um ýmislegt. Fara upp í sumarbústað var ofarlega á blaði, þar er gott að vinna í hinum ýmsu verkefnum, en eftir mjög langa íþróttakeppni Sóta í gær var lítið að gera annað en fleygja sér fyrir framan sjónvarpið og horfa á Eurovision. Svo eru hestarnir ekki komnir upp í Borgarfjörð enn en þar verða þeir í sumarbeit rétt hjá bústaðnum með aðstöðu þar (við erum með hektara). Auk þess var Ari eitthvað að tala um að hann langaði að henda meirSumarbústaðurinn á sínum staðu af byggingadóti sem hefur safnast upp eftir seinustu framkvæmdir, og svoleiðis stoppar maður auðvitað ekki Wink.

Við tókum rispu á því um hádegisbilið (góð útivistar- og hreyfingarrispa) og ein kerra enn farin í Sorpu og önnur að fyllast. Útreiðatúr dagsins á dagskrá núna (hjá Ara) og á meðan mun ég eflaust reyna að ljúka einu af smærri verkefnunum mínum, því sem ég get ekki klárað í Ungverjalandi. Svo þarf ég að fara að flokka pappírana sem ég þarf að hafa með mér þangað. Þannig að sumarbústaðurinn bíður í bili, sé að veðurspáin fyrir miðvikudaginn hrópar á sumarbústaðarvinnu, en kannski er betra að vera í bænum svona daginn fyrir útskriftarfyrirlesturinn minn, sjáum til með það. Annars verðum við áreiðanlega mikið uppi í bústað í sumar, þannig að ein helgi til eða frá breytir ekki öllu.

Mórallinn í sögunni er: Vinna smá, snyrta smá í kringum sig og njóta góða veðursins. Ég er meira að segja hætt að líta á sérhvern góðviðrisdag sem seinasta sumardaginn, eins og nokkur léleg sumur geta fengið mann til að gera.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smáforvitni - Hvað ertu að fara að gera í Ungverjalandi og verðurðu lengi?

Anna Ólafsdóttir (anno) 25.5.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Stelpan mín er í Ungverjalandi og er í prófum, læknisfræði í Debrecen í Austur-Ungverjalandi. Ég var að frétta það áðan að ég myndi læra með henni biophys, sem hljómar eins og lífeðlisfræði, og það er bara fínt (búin með mitt nám) og svo hef ég vinnuna mína bara með mér. Hélt að eina gagnið af mér yrði að versla inn og draga hana út að borða af og til. Ég verð þarna svona 12-30 daga, eftir því hvað prófin ganga hratt fyrir sig. Það er nefnilega svo sniðugt kerfið þarna að hægt er að velja um 3 dagsetningar fyrir hvert próf ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2008 kl. 18:59

3 identicon

Sniðugt kerfi. Og gott að vera svona hreyfanlegur með vinnu.

Anna Ólafsdóttir (anno) 25.5.2008 kl. 20:26

4 identicon

Svo við förum rétt með þetta, þá er sú þýðing sem við höfum komist næst með að þýða biophysics er sem læknisfræðileg eðlisfræði...

Jóhanna 25.5.2008 kl. 20:48

5 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Góða ferð og ég vona að Hönnu gangi vel í prófunum. Þú mátt svo gjarnan senda nokkrar myndir frá Debrecen.

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 25.5.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ok, takk fyrir orðskýringar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.5.2008 kl. 22:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband