Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 575867
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Himinlifandi á Hillary-vaktinni
21.5.2008 | 00:37
Fyrstu spár bentu ekki til mikils sigurs Hillary í Kentucky en núna er henni spáð stórsigri og ég vona að það haldi. Oregon er vestar og óvissara, en ef Hillary næði betri árangri þar en ætlað var gæti farið svo að tvær grímur rynnu á ofurfulltrúana sem hafa ekki þorað að lýsa yfir stuðningi við Hillary. Fyrir nokkrum vikum var henni spáð meirihluta þeirra en Obama hefur verið að fá suma þeirra til sín. Þeir hljóta líka að vera hugsandi yfir þeim fréttum að stuðningsfólk Hillary sé ekki allt tilbúið að kjósa Obama, ætli að sitja heima eða jafnvel kjósa McCain. Hvað sem manni finnst um það, þá er ekki hægt að pína fólk til að kjósa eftir öðru en því sem það sjálft velur, það eru leikreglur lýðræðisins. Þannig að ... kannski er að draga til tíðinda vestanhafs, hver veit?
Clinton spáð sigri í Kentucky | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Innlent
- Skortur á eggjum en óþarfi að hamstra
- Ökumaður í símanum valdur að umferðarslysi
- Fá ekki að hækka Mjólkurfélagshúsið
- Varnargarðar hækkaðir um 3 til 4 metra
- Ég hef ekki séð umfjöllun um það
- Fórnarlömb netsvika fá ekki endurgreiðslu
- Myndskeið: Sigmundur tók sporið með ungum
- Í kappi við tímann að reyna að afstýra verkfalli
- Kálfur kom í heiminn á miðjum kosningafundi
- Hjólar í Höllu: Skeytir engu um sannleikann
Erlent
- Dæmdur fyrir að koma sér hjá herskyldu með ofáti
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
- Ása Ellerup flutt út og ætlar að selja húsið
- Hulda saksóknari: Tökum þetta ekki til greina
- Óþekktir drónar sáust yfir breskum herflugvöllum
- Rabbíni fannst myrtur
- Yfir 40 billjónir til þróunarríkja á ári
- Skotinn til bana eftir skothríð við sendiráð Ísrael
- Lagt til að fátækari þjóðum verði hjálpað
- Á sjötta tug látnir eftir loftárásir Ísraela
Fólk
- Úr trymbli í Trump
- Stjórnendur kvikmyndahátíða funda í Hveragerði
- Íbúar Basel samþykkja fjármögnun Eurovision
- Skiptir aftur um kyn
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
- Diddy óskar eftir að losna í þriðja sinn
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
Íþróttir
- Frá ÍR til Grindavíkur
- Sjöundi sigur Fiorentina í röð
- Ipswich - Man. United, staðan er 1:1
- Leeds í toppsætið eftir ótrúlegan sigur
- Aftur tapaði Ísland með minnsta mun
- Salah enn og aftur kóngurinn (Myndskeið)
- Sædís tvöfaldur meistari í Noregi
- Rekinn frá Leicester
- Hákon snéri aftur í sigri
- Frábær endurkomusigur Liverpool
Viðskipti
- Blackbox Pizzeria lokað
- Fréttaskýring: Kanada verði land tækifæranna
- Þarf fólk að kaupa sér hraðbanka?
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Ég vonast eftir kraftaverki, þ.e. að Hillary hljóti útnefninguna þrátt fyrir allt.
Sjálf á CNN vaktinni.
Kveðjur inn í daginn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 08:14
Við erum þó alla vega tvær á vaktinni með Hillary, Jenný. Það er ekki svo slæmt ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.5.2008 kl. 10:42
innlitskvitt hafðu ljúfan dag Elskuleg
Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 11:22
"Þeir hljóta líka að vera hugsandi yfir þeim fréttum að stuðningsfólk Hillary sé ekki allt tilbúið að kjósa Obama, ætli að sitja heima eða jafnvel kjósa McCain."
Það er nú aðallega vegna þess að fólkið í Kentucky er ekki tilbúið til að kjósa svartan forseta. Kentucky er heldur ekki samanburðarhæft þar sem Demókratar eiga hvort eð er ekki séns þar. Mæli með þessari grein á Nytimes.com sem útskýrir þetta vel.
http://egan.blogs.nytimes.com/2008/05/21/white-on-white/
Pétur Fannberg Víglundsson 21.5.2008 kl. 12:22
... Hvað sem manni finnst um það: Að Kenducky hvítingjarnir munu ekki kjósa svartan forseta, frekar en sumir kallar virðast tilbúnir að kjósa konu, þá er það þetta sem uppúr kjörkössunum kemur sem telur. Kentucky er ekki undantekning, svipaðar tölur komu fram í öðrum fylkjum. Og ég vil ekki fá annan repúblikana. En þarna er ég bara að ræða þau rök sem ofurfulltrúar þurfa að vega og meta og þau eru raunveruleg. Sjálf er ég ekki í vafa, Hillary er besti kostur, Obama næstbesti, McCain vondur kostur en einu góðu fréttirnar eru að Bush er að hætta.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.5.2008 kl. 13:42
Líklega er Obama búinn að vinna þetta, en ég held við séum ekki að fá neinn vinstri mann með honum. Hins vegar er smá hætta á að hann ryðji veginn fyrir hægri manninn McCain.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 19:06
Hva...ég hélt að ég hefði sett hér inn komment og hlekk fyrir nokrum dögum þar sem Hillary er afhjúpuð sem Bilderberger svikakvendi...sem allir forsetaframbjóðendurnir eru raunar nema Ron Paul sem hefur staðið eins og klettur uppúr sirkusnum í kringum forkosningarnar....vonadi að hann ákveði að koma með sérframboð svo að Bandaríkjamenn eigi raunverulegan valkost á móti svikamyllunni, en það eru kannski ekki margir sem átta sig á því að sama hver af Bilderberger frambjóðendunum vinnur, þau eru öll að vinna fyrir sömu glæpamennina á bak við tjöldin.
Georg P Sveinbjörnsson, 22.5.2008 kl. 21:45
Held að ég hafi ekki fengið neinn hlekk, en vissulega er leitun að valdamanni á vesturlöndum sem er ekki með einhver tengls við fjármála- og valdaöfl, við hættum samt ekki að hafa skoðanir á því hver sé skárri en annar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.5.2008 kl. 22:12