Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 80
- Frá upphafi: 575853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
Nokkrar bækur í tilverunni
Bækur hafa áhrif - hér eru nokkrar sem virkuðu á mig. Áskil mér rétt á að breyta listanum, en svona er hann í dag.
-
Jón Helgason: Úr landsuðri
Ljóð Jóns Helgasonar fræðimanns og skálds eru yndisleg, allt frá Afmæli kattarins til Áfanga. Lesið þau öll, oft!
***** -
Germaine Greer: The Obstacle Race
Listasagan hennar Germaine Greer - uppáhalds feminismabókin mín
**** -
Sigurður Guðmundsson: Tabúlarasa
Ætla ekki að reyna að skýra hvers vegna þessi heillar mig mest, þið verðið bara að lesa hana ... eða ekki.
***** -
E. H. Carr: What is history?
Bókin sem réð úrslitum um að ég varð sagnfræðingur.
*** -
Hómer: Illionskviða
Las hana mölbrotin á spítala og fannst hún flott.
**** -
Steinunn Sigurðardóttir: Sífellur
Steinunn er flott ljóðskáld
**** -
Eleanor H. Porter: Pollýanna
Ótrúlega skemmtilegur heilaþvottur, virkar enn (stundum).
*** -
Antoine de Saint-Exupéry: Litli Prinsinn
Lífsspeki og húmor.
****
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Og auðvitað var Íslendingur þarna ...
13.5.2008 | 16:48
Það virðist sama hvaða heimsfréttir verða, núna þessir skelfilegu skjálftar í Kína, alltaf er viðtal við Íslending sem staddur er einmitt þarna. Skammt síðan skiptinemi var í viðtali, rétt hjá eldgosinu í Chile, reyndar Argentínumegin landamæranna. Eitt sinn héldum við mamma að við værum fyrstu Íslendingarnir á afskekktri Kyrrahafsey, Rarotonga, ónei, þangað hafði Íslendingur komið að leita sér lækninga hjá töfralækni á staðnum, en reyndar hafði það ekki gengið sem skyldi, því hann var jarðsettur á Raró. Verst að við vissum ekki af því þá. Ég held svei mér þá að kenning Þráins Bertelssonar um Íslendinga sé rétt, að við höfum komið hér við á leiðinni eitthvert annað!
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Af mbl.is
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þú manst vonandi eftir kenningu GRA, að manntalið sé vitlaust og Íslendingar fleiri en Hagstofan segir.
Svo er auðvitað huldufólkið ekki talið með.
Og hverjir fylla öll nýju húsin?
Einu sinni heyrði ég Svía segja að það væri sama hvar maður væri staddur í heiminum, ef maður hrópaði í mannþröng „Hvad er klockan?“ fengi maður alltaf svar. Ég hef aðeins prófað þetta sama nema á íslensku og alltaf fengið svar -- að vísu ekki alltaf á íslensku en skiljanlegt samt. Ekki kann ég kenningu Þráins, en ég er viss um að við eigum fulltrúa út um allt.
Sigurður Hreiðar, 13.5.2008 kl. 17:01
Samkvæmt Lánstrausti búa um fimmtíu þúsund Íslendingar erlendis og fyrirtækið þarf að vera með það á hreinu hvar hver og einn Klakverji er niðurkominn í veröldinni, því þeir vafra um hana stórskuldugir í óljósum tilgangi, þannig að hvergi verður hjá því komist að rekast á kynningareintök af þessari guðsvoluðu þjóð.
Þorsteinn Briem, 13.5.2008 kl. 22:18
Góðar (og ólíkar) kenningar. Get skrifað undir þær báðar.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.5.2008 kl. 02:20