Og auðvitað var Íslendingur þarna ...

Það virðist sama hvaða heimsfréttir verða, núna þessir skelfilegu skjálftar í Kína, alltaf er viðtal við Íslending sem staddur er einmitt þarna. Skammt síðan skiptinemi var í viðtali, rétt hjá eldgosinu í Chile, reyndar Argentínumegin landamæranna. Eitt sinn héldum við mamma að við værum fyrstu Íslendingarnir á afskekktri Kyrrahafsey, Rarotonga, ónei, þangað hafði Íslendingur komið að leita sér lækninga hjá töfralækni á staðnum, en reyndar hafði það ekki gengið sem skyldi, því hann var jarðsettur á Raró. Verst að við vissum ekki af því þá. Ég held svei mér þá að kenning Þráins Bertelssonar um Íslendinga sé rétt, að við höfum komið hér við á leiðinni eitthvert annað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú manst vonandi eftir kenningu GRA, að manntalið sé vitlaust og Íslendingar fleiri en Hagstofan segir.

Svo er auðvitað huldufólkið ekki talið með.

Og hverjir fylla öll nýju húsin?

Einu sinni heyrði ég Svía segja að það væri sama hvar maður væri staddur í heiminum, ef maður hrópaði í mannþröng „Hvad er klockan?“ fengi maður alltaf svar. Ég hef aðeins prófað þetta sama nema á íslensku og alltaf fengið svar -- að vísu ekki alltaf á íslensku en skiljanlegt samt. Ekki kann ég kenningu Þráins, en ég er viss um að við eigum fulltrúa út um allt.

Sigurður Hreiðar, 13.5.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt Lánstrausti búa um fimmtíu þúsund Íslendingar erlendis og fyrirtækið þarf að vera með það á hreinu hvar hver og einn Klakverji er niðurkominn í veröldinni, því þeir vafra um hana stórskuldugir í óljósum tilgangi, þannig að hvergi verður hjá því komist að rekast á kynningareintök af þessari guðsvoluðu þjóð.

Þorsteinn Briem, 13.5.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góðar (og ólíkar) kenningar. Get skrifað undir þær báðar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.5.2008 kl. 02:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband