Netvæðing Gljúfraborgar - bloggað úr bústaðnum

Sumarbústaðurinn okkar yndislegi er orðinn netvæddur ;-) og ég ætla varla að trúa því sjálf. En alla vega hér er útvarp Gljúfraborg, gerið svo vel. Hér er mun stilltara veður en á leiðinni, þar sem væsti reyndar ekki um okkur, komum við í dýrindis hrygg hjá Sæunni tengdamömmu uppi á Kjalarnesi. Besta spáin hér vestanlands er á morgun svo kannski sit ég á veröndinni með tölvuna í fanginu og vinn í lagfæringunum á lokaverkefninu mínu, sem er viðfangsefni helgarinnar. Bara frábært allt saman. Það er furðu auðvelt að fá sumarbústaðarnet og ekki dýrt, svo framarlega sem maður er ekki að hala niður efni, en það gerir maður bara heima. Reyndar ekki þessa stundina, því sumarbústaðarnetið hefur bjargað málinu núna þegar aðalnetið okkar hefur verið úti í nokkra daga. Óli var skilinn eftir heima á Álftanesinu netlaus, og kunni því bara vel. En ég er ánægð með þessar endurbætur á umhverfi okkar, því hér á nefnilega að vera vinnustaðurinn minn í sumar, ekkert síður en á nesinu okkar góða. Það er svo gott að vera hér uppi í bústað, bæði til að vinna og slaka á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera komin með net upp í sumarbústað. Ekkert smá góðar fréttir. Það verður gott að geta skroppið á netið þegar manni vantar það, þegar maður nýtur góða veðursins upp í bústað í sumar.

Hlakka mikið til að eyða fullt, fullt af tíma þar.

Gangi þér vel með verkefnið þitt og knús til ykkar beggja...

Jóhanna 11.5.2008 kl. 22:02

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er alveg ótrúlegt, til hamingju líka, það er svo einfalt, og gott og gaman að hafa þennan möguleika, hér er alltaf svo yndislegt að vera og synd að þurfa að fara af bæ til að komast í nettengingu, eins og stundum vill brenna við. En ekki lengur ;-)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.5.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Innilega til hamingju með þetta. Mikið gott að geta valið um tvo svona yndislega staði til að verja tímanum, tvö himnaríki ... og bæði nettengd, alla vega Gljúfraborg núna.

Segi eins og Hanna, gangi þér vel með verkefnið. Knús í bæinn!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Linda litla

Yndislegt að geta slappað af í sumarbústað og samt verið að vinna, eins og í þínu tilfelli í lokaverkefninu. Svo er það líka gaman fyrir okkur hin, þegar þið farið að eyða meiri tíma í bústaðnum í sumar að við fáum alveg að fylgjast með

Ég og Vigga vinkona mín erum búnar að plana eina sumarbústaðaferð í sumar, við ætlum að safna saman nokkrum vinkonum og eyða helgi þar, barnlausar og frjálsar. Og það besta við þennan sumarbústað er einmitt það, að það er ekkert rafmagn, enginn hiti, engir nágrannar, engin umferð og umfram allt EKKERT símasamband  Sem sagt stelpuhelgi í bústað og ENGINN til að trufla okkur.

Njóttu þess að vera þarna og hafðu það gott.

Linda litla, 12.5.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Úr því Mosfellsbæ sleppir jafnast fátt á við Borgarfjörðinn!

Sigurður Hreiðar, 12.5.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Borgarfjörðurinn er mikill sælureitur og þess vegna er gott að geta verið hérna óháð því hvort maður þarf að komast í netfamband eða ekki. Ég þorði varla að vona að þetta gengi svona í fyrstu umferð, en það var rétt.

Við erum búin að prófa þetta með að hafa bústaðinn rafmagns- og vatnslausan en hé rheruf reyndar alltaf verið gsm samband, þannig að síminn hefur fengið að vera með. Útlegutilfinningn er fín, en þetta er enn betra ;-) enda er þetta okkar annað heimili. Og gaman að heyra í gömlum og nýjum vinum. Sigurður, við erum ekki langt frá gamla heimavellinum þínum, Bifröst, ef þú ert einhvern tíma á ferli, þá fást nánari leiðarlýsingar símleiðis.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.5.2008 kl. 12:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband